Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1986, Page 17

Æskan - 01.01.1986, Page 17
53. Skömmu seinna kemur Björg heim. En hún er ekki ein á ferð. — Vinkona mín er með mér, Bjössi, segir hún. -Hún heitir Anna. - Hæ, Bjössi, segir Anna brosandi. —Þú verður að fyrirgefa mér að ég hagaði mér kjánalega í dag. Bjössi snýr sér snöggt að henni. Ætli sé að marka þetta? 55. Bjössi snæðir morgunverð í þungum þönkum. Hann er ekki alveg horfinn frá því að grenna sig og lætur vera að smyrja brauðið og drekkur léttmjólk. Pabbi kemur alvarlegur á svip. -í nótt var þjófurinn enn á ferð, segir hann. -Grís var stolið frá prestsetrinu. Texti: Ingvar Moe Teikningar: Hákon Aasnes 54. Þau spila teningaspil um kvöldið og Anna spyr hvernig honum gangi að leysa gátuna um þjófnaðina. Bjössi hristir teningana lengi í lukt- um lófum. -Þú hefur, vænti ég, ekki heyrt um þann leynilögreglumann sem segir frá málavöxt- um fyrr en allt er að fullu ljóst, segir hann ábúðarmikill. Hann varpar teningunum með tígulegri sveiflu og fær sex augu upp á öllum! 56. Bjössi lýkur málsverðinum í skyndi og heldur af stað. Það varðar miklu að komast á vettvang meðan sporin eru enn greinileg. Sem betur fer er engan að sjá við bæ prestsins. Hann læðist meðfram limgerðinu í átt að grísastíunni. Já, það var sem hann hugði! Hér eru spor.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.