Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1986, Page 24

Æskan - 01.01.1986, Page 24
Cagnvegir Rúnar og Guðmundur ásamt Haraldi Þór bróður sínum RúnarHelgi og Guðmundur Kristján Oskarssynir ræða uið afa sinn, Tryggva Jónatansson á Litlahamri íEyjafjarðarsýslu „Þetta var annálað Tryggvi rifjar upp gamla daga: „Þegar ég var að alast upp hér á Litla-Hamri var ég smali. Ég fór á fætur klukkan sex á morgnana og var oftast kominn kl. níu til baka. Það var smalaleiðin fram í gil þar sem Mjaðmá rennur. Þar eru margir hamrar og hvammar og mikla aðgæslu þurfti svo að ærnar týndust ekki. Oft vildi til þegar mér sást yfir og ær urðu eftir að mér heyrðist vera kallað í mig. Fór ég þá til baka og gáði betur að og náði í ærnar sem eftir voru. Einu sinni snemma vors fórum við Haraldur bróðir minn fram í gilið. Blæjalogn var og hitasólskin, snjór næstum allur upp tekinn og farið að slá í jörð. Þannig hagar til að austan við ána stendur klettur einn. Hann er eins draugaherbergi. “ og kirkja í laginu og á honurn er hár turn. Við óðum yfir ána sem ekki var mjög mikil. Neðan við kirkjuna var hallandi grasflötur. Ég lagði mig út af á grasfletinum, lá á bakinu og teygði hendurnar út frá mér. Þá dettur eitt- hvað niður í lófa mér. Það var ofur lítill steinn sem gerður var úr ótal kristöllum sem glitraði á í öllum regn- bogans litum. Það er alveg ómögulegt að þessi steinn hafi komið í lófa minn að eðlilegum hætti. Ég var svo langt frá klettinum. Þegar ég kom heim setti ég steininn í eldspýtustokk og geymdi hann í kistuhandraða sem ég hafði til umráða. Þegar frá Ieið leystist steinninn sundur í ótal litla kristalla og einu sinni þegar ég ætlaði að skoða hann var hann horfinn. Þegar ég var á Hólum í Hjaltadal 1925 höfðum við skólapiltar matar- félag. Eitt sinn þurftum við að fá okk- ur hross til slátrunar. Það kom í minn hlut að sækja hest að bænum Sjávar- borg sem er í nánd við Sauðárkrók. Það var orðið dimmt af kvöldi þegar ég kom þangað og gisti ég þar. Svo hagaði til að stofa var skammt innan við bæjardyrnar. Ég mataðist um kvöldið í fremri stofunni. Bóndi vísaði mér til sængur og spyr mig áður en hann býður mér góða nótt hvort ég sé nokkuð myrkfælinn. Ég kvað nei við. Hann sagði að umgangur væri uppi yfir herberginu. Ég sagðist ekki láta mér bregða við það. Bóndi lét mig fá lampa. Slökkti ég ljósið og sofnaði. Síðan hrekk ég upp við að komið er inn til mín, gengið að rúminu og strok- ið eftir sænginni. Mér varð ónotalega við og fannst eins og kalt vatn rynni milli skinns og hörunds. Varð ég þess var að „þetta“ hvarf úr herberginu. Ég kveikti ljós en hugsaði svo með mér að „þétta“ gæti ekkert illt gert mér, slökkti því ljósið og sofnaði aftur. Fór ég snemma á fætur morguninn eftir og nefndi þetta ekki, tók hestinn og hélt heim til Hóla. Þegar þangað kom sagði ég frá þessum atburði og frétti þá að þetta væri annálað draugaherbergi og margir hefðu flúið þaðan.“ 24

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.