Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1986, Síða 25

Æskan - 01.01.1986, Síða 25
Ljóöaskrá Guðmundur Ingi Kristjánsson er bóndi að Kirkjubóli í Önundarfirði og uar löngum kennari og skólastjóri þar í sueit. Hann er þjóðkunnur af Ijóðum sínum og hafa þau uerið gefin út í nokkrum bókum. Þarna kemur hún fram með fangið f fangi sér. Og ærnar þyrpast glaðar á garðann, þegar gefið er. Hún dreifir heyinu. Hárið blaktir, hennar skart, og sveiflast, prýtt með svolitlu af mosa, sólskinsbjart. Þú sást hana í fimleikum, fijálslega, mjúka og fagnandi um leið. Þú gladdir þig við hennar grönnu limi og gelgjuskeið. Og hörundið greindist frá ljósara líni, svo ljóst sem það var. Þú dáðist að formi og fótaburði. — Var hún fegurri þar? Þú sérð að hún er sextán ára, sviplétt og grönn. Hún horfir niður dálítið dreymin í dagsins önn. Þú sérð í augunum blik eða bjarma gegnum bráhárin löng. Og varirnar opnast, votar og rjóðar, eins og varir í söng. Þú sást hana í dansi, léttfætta og lipra með ljósbrúna skó, skrjáfandi silki bærðist á brjósti, hún brosti og hló. Hún hallaðist aðeins að unglingsins barmi í óljósri þrá. Þú fannst í augunum flöktandi glampa. — Var hún fallegri þá? Manstu ekki í vetur, er skaflarnir skinu? Hún tók skíðin sín ein og lék sér glöð um hlíðina og hálsinn, meðan hálfmáninn skein. Og það var til fagnaðar, frelsis og þroska, sem ferillinn lá. Hún ljómaði barnsleg af unaði og æsku. — Var hún indælli þá? Hún réttir sig upp og gengur inn garðann og gleðina ber. Hún hoppar niður á hlöðugólfið og hverfur þér. Þý heyrir, hvernig hún hreinsar og sópar og hagræðir þar. Og ærnar standa glaðar á garða þar sem gefið var. 25

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.