Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 25

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 25
Ljóöaskrá Guðmundur Ingi Kristjánsson er bóndi að Kirkjubóli í Önundarfirði og uar löngum kennari og skólastjóri þar í sueit. Hann er þjóðkunnur af Ijóðum sínum og hafa þau uerið gefin út í nokkrum bókum. Þarna kemur hún fram með fangið f fangi sér. Og ærnar þyrpast glaðar á garðann, þegar gefið er. Hún dreifir heyinu. Hárið blaktir, hennar skart, og sveiflast, prýtt með svolitlu af mosa, sólskinsbjart. Þú sást hana í fimleikum, fijálslega, mjúka og fagnandi um leið. Þú gladdir þig við hennar grönnu limi og gelgjuskeið. Og hörundið greindist frá ljósara líni, svo ljóst sem það var. Þú dáðist að formi og fótaburði. — Var hún fegurri þar? Þú sérð að hún er sextán ára, sviplétt og grönn. Hún horfir niður dálítið dreymin í dagsins önn. Þú sérð í augunum blik eða bjarma gegnum bráhárin löng. Og varirnar opnast, votar og rjóðar, eins og varir í söng. Þú sást hana í dansi, léttfætta og lipra með ljósbrúna skó, skrjáfandi silki bærðist á brjósti, hún brosti og hló. Hún hallaðist aðeins að unglingsins barmi í óljósri þrá. Þú fannst í augunum flöktandi glampa. — Var hún fallegri þá? Manstu ekki í vetur, er skaflarnir skinu? Hún tók skíðin sín ein og lék sér glöð um hlíðina og hálsinn, meðan hálfmáninn skein. Og það var til fagnaðar, frelsis og þroska, sem ferillinn lá. Hún ljómaði barnsleg af unaði og æsku. — Var hún indælli þá? Hún réttir sig upp og gengur inn garðann og gleðina ber. Hún hoppar niður á hlöðugólfið og hverfur þér. Þý heyrir, hvernig hún hreinsar og sópar og hagræðir þar. Og ærnar standa glaðar á garða þar sem gefið var. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.