Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1986, Page 27

Æskan - 01.01.1986, Page 27
Hér birtist þriðji hluti framhaldssögunnar um Mannaog krakkana í Óralandi. Enn eru þau Agni og Eva í Óralandi raunar ekki komin til sögunnar - en það verður í næsta blaði. Höfundurinn, Jón Dan, er þekktur og viður- kenndur rithöfundur, einkum af skáldsögum fyrir fullorðið fólk. Þessi skemmtilega og vel gerða saga sýnir að honum er ekki síður lagið að semja fyrir böm og unglinga. Þetta var óhappasumar. Fyrst sner- lst Teini svo illa um ökklaliðinn að hann varð að fara í land. Hann var alveg herfilega bólginn og mátti ekki stl'ga í fótinn, gat þó staulast um með staf. Og setið gat hann og þess vegna bæði stokkað upp og beitt þegar Pálmi hafði gert honum hásæti. Teini réð sér ekki fyrir kæti yfir því að fá að vera með Manna allan lið- langan daginn. En það fór á annan Veg. Manni var tekinn úr beitningu og gerður að háseta. Hann var himinlif- andi yfir þeim skiptum. Þeir fengu stillilogn og blíðu í fyrstu veiðiferð en í Þeirri næstu rauk hann upp með rok °g velting. Þá fór Manni að æla. Kall- lr>n jós yfir hann svívirðingum en Manni vissi af langri reynslu að nú væri besta ráðið að þegja. Hann var ekki lengur staddur í Óralandi. Honum féll þó ekki verk úr hendi. ess vegna þótti hann ekki afleitt sJómannsefni. í næstu ferð stóð hann Slg betur og kastaði aldrei upp þrátt yrir talsverða ágjöf. Aö henni lokinni sagði Jónas við systur sína: Húðarselurinn hann sonur þinn get- ar orðið sjómaður ef ég fæ að berja úr °num andskotans letina. En mamma svaraði: Ef ég mætti ráða, Jónas, léti ég ^anna síðast í þínar hendur. Það er j-hki nema fyrir engla að umgangast spillir öllum dauðlegum mönn- um og dregur þá ofan í svaðið til þín. Hu, rumdi í Jónasi, kerlingarvæll. En þó mamma segði að englar einir stæðust ljótan munnsöfnuð Jónasar og hún bæri sífelldan kvíðboga fyrir óæskilegum áhrifum bróður síns á Manna, vissi hún vel um eina sál sem hélt hreinleika sínum í daglegri um- gengni við rustamennið. Það var Teini sonur hans, Marteinn Jónasson. Síðan móðir hans hvarf út í buskann, ör- þreytt á sambúðinni við Jónas og „fá- ráðlinginn hann Teina,“ eins og hún orðaði það, og hann kom til Ólafar, hafði hún aldrei þurft að ávíta hann fyrir ljótt orðbragð. Engu var líkara en hann missti sjón, heyrn og alla skynjan um Ieið og karlinn opnaði munninn. Það fór allt fyrir ofan garð og neðan hjá honum. Grófasta hnjóðsyrði, sem hann kunni, var „ansans greyið“. Sál hans var jafnflekklaus og málfarið, ef til vill líka jafneinföld. í víðri veröld var vandfundinn meiri blessaður sak- leysingi en Teini. Ólöf sagði að hingað til hefðu þeir Manni verið á sama plani. En nú var Manni að stálpast. Hann reyndi að tukta Teina til, heimtaði að hann segði „ég“ um sjálfan sig en ekki „Teini“. Honum varð dálítið ágengt en ein- feldningurinn reyndi á þolrifin. Smám saman fór Manni að forðast hann og sækjast eftir hasarleik með jafnöldrum sínum. Þegar landlega var horfðu þeir á „vídeó“. Það var fólgið í því að híma fyrir utan danshúsið og fylgjast úr leyni með strákunum sem komu út og skutust bak við bragga til að kyssa stúlkurnar sínar. Þær höfðu farið á undan og biðu. Þetta var skemmtilegasta myndband sem þeir þekktu. Svaka fjör í kvöld, hvísluðu þeir. En að hafa lyst á þessu. Svo æptu þeir heróp til að hrella kossapörin. En Manni hætti fljótt að æpa. Þess í stað var hann farinn að roðna. Enginn vissi hvort Teini skildi það sem var að gerast. Hann hafði Jörp og Vænu. Ef til vill var það honum nóg. Manni fann oft til samviskubits um þessar mundir. En þroski hans varð ekki stöðvaður. 27

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.