Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1986, Qupperneq 28

Æskan - 01.01.1986, Qupperneq 28
M/Ifíi_____________________________ Næst varð Manni fyrir óhappinu. Þegar Ævar lagði að rann hann á hálu þilfarinu og skall aftur fyrir sig. Það glumdi í bátnum stafnanna á milli þeg- ar hnakkinn á Manna slóst utan í lest- arbríkina. Það heyrðist honum að minnsta kosti. Svo heyrði hann ekki meira í það skiptið því næstu tímana vissi hann hvorki í þennan heim né annan. Hann rankaði við sér í alhvítri ver- öld, í hvítu herbergi með hvítum hús- gögnum. Honum fannst hann stinga dálítið í stúf við hvítt rúmið sem hann lá í, sjálfur brúnn á hörund og frekn- óttur fram á handarbök. Hann heyrði skrjáf við hliðina á sér og ætlaði að gá hvað það væri en fann til í höfðinu. Honum þótti sem heilinn í sér gutlað- ist til. í næstu andrá kom andlitið á mömmu inn í sjónsvið hans. Hún strauk honum blíðlega um vangann. Hvað? hvíslaði hann. Er ég á spítal- anum? Talaðu sem allra minnst, sagði mamma lágum rómi, og ekki reyna að hreyfa þig. Ef þú ert stilltur og hlýðinn drengur þarftu ekki að liggja hérna á spítalanum nema... Eitthvað rofnaði og það söng í hlust- unum á honum. Hann hélt hann væri kominn um borð í Ævar. Sjórinn var ókyrr og báturinn valt heilmikið. Manni kúgaðist og kastaði upp, veinaði og ældi. Ha? hugsaði hann, ég hélt ég væri kominn yfir það að verða Er læknirinn þarna? greip hann fram í. Ég bíð með kláran bát og læt ekki tefja mig ef strákræfillinn er úr hættu. Þú ert alltaf jafn-kaldranalegur, sagði Ólöf. Þú vilt vera ruddalegur. Þú veist ekki hvað þú gerir þér illt með þessu háttalagi þínu. Hann Pálmi heyrði hvað þú lést út úr þér þegar Manni lá rotaður á þilfarinu. Þá varstu ekki með þessi látalæti. Hann heyrði ekkert, hann er lyga- laupur. Ég vil fá að tala við læknis- óbermið. Þegar hann hafði fengið staðfest- ingu á eðlilegri líðan drengsins lét hann samstundis úr höfn. Ólöf sleit sig frá Manna og settist upp í bílinn. Á meðan hún beið eftir Héðni minntist hún þess sem Pálmi hafði sagt: Þú hefðir átt að hlusta á hann bróður þinn þegar hann stóð yfir Manna og vissi ekki hvort hann væri lifandi eða dauður. Sá var nú ekki líkur sjálfum sér. Viltu að ég endur- taki það sem hann lét út úr sér: Þú mátt ekki drepast, sagði hann, þú mátt ekki drepast án þess að vita að Jónas túli er -ekki bara vondur. Æ, hvað verður um armingjann minn ef þú drepst? sagði hann. Hún hrökk upp úr hugsunum sínum þegar Héðinn kom. Hún var þakklát honum fyrir hve hratt hann ók. Hún þurfti að flýta sér heim til að stokka upp Og beita. Framhaid sjóveikur. Svo lygndi og hann ætlaði að sofna upp við lunninguna. Þegar bæði hjúkrunarkona og læknir höfðu fullvissað móður hans um að Manni væri á batavegi fékk Ólöf að hringja og segja bróður sínum að drengurinn væri ekki lengur talinn í lífshættu. Af hverju ertu þá að grenja? spurði Jónas. Það er ekki auðvelt að horfa upp á hann kúgast og æla, meðvitundar- lausan, gat hún stunið upp. Á ég að ná í þig? Nei. Hann Héðinn í Viðvík er hérna að heimsækja móður sína. Hann bauð mér far heim. Á björgunarsveitarbílnum auðvitað. Þeir kunna að hagnýta sér aðstöðuna, þessir herrar. Nei. Á gamalli fíatdruslu. Þú ert... 28

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.