Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 32

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 32
ÆSKUPÓSTURINN Grátlegir brandarar Kæra Æska. Mig langaði til að senda þér tvo brandara. Sá fyrri er svona: Maðurinn: Hvers vegna grætur þú, drengur minn? Drengurinn: Við eigum að fá sæt- súpu og pönnukökur í hádeginu. Maðurinn: Er það svona slæmt? Drengurinn: Já, ég rata ekki heim. Konan: Af hverju græturðu svona, drengur minn? Drengurinn: Ég get ekki grátið öðru- vísi. Bless, bless, Elín Björk Magnúsdóttir, Hraunbæ 72, 110 Reykjavík Draumaprins með sólgleraugu Kæri Æskupóstur. Töffarinn okkar er meðalhár, vel vaxinn og með hárið litað grænt. Hann er burstaklipptur og gengur oftast í rósóttum sokkabuxum og í fjólubláum leðurjakka. Hann er með sólgleraugu og tvö göt í nefinu, appelsínugular varir, fjórar freknur á nefinu, græn villimannsaugu og fegr- unarblett á vinstri kinn. Við þekkj- um hann vel! Selma Guðmundsdóttir og Helga Helena Sturlaugsdóttir Ljóð um Duran Duran Kæri Æskupóstur. Ég vil byrja á því að þakka gott blað. Ég finn ekkert að því. Hér eru vísur um strákana í Duran Duran ef þið vilduð birta þær. John er allra sætastur, alltaf hress og kátur. Hann er mikið kvennagull, stór og lítillátur. Simon, hann er annar; gengur í bláum brókum. Að taka mynd hann bannar en samt við eina tókum. Andy er með fallegt hár og stundum er það svart. En verst hvað hann er voða smár og minnir á svo margt. Roger spilar á trommur og er aggalítið feiminn. Af vöðvum hefur hann glommu utan um fínu beinin. Nick er alveg ofsa góður. Oft hann fer og syndir. Hann er alltaf óður í að taka myndir. Með fyrirfram þökk Dísa. Bréf úr Bárðardal Kæra Æska. Ég ætla að segja þér frá bænum, sem ég á heima á, og ýmsu fleiru. Ég á heima á Eyjardalsá í Bárðardal. Ég á nokkrar kindur. Þær heita Dalrós, Grása og Budda. Ég á líka kú sem heitir Búbót. Það er mjög gaman að búa í sveitinni. Við eigum hesta. Þeir heita Skjóni og Nasi. Það er mjög skemmtilegt að fara í útreiðartúra. Ég hef einu sinni orðið fyrir slysi í sveitinni. Þegar ég var sjö ára var ég að hjálpa til við að hirða hey. Ég stóð uppi á heyvagninum og allt í einu flaug ég út af honum og rak olnbogann í járn á vagninum. Um kvöldið fór ég á sjúkrahús og það voru teknar myndir af hendinni. Ég var sett í gifs en daginn eftir þurfti ég að fara til Reykjavíkur og á sjúkra- hús þar. Ég var þar í nokkra mánuði og svo fór ég heim. Það var settur nagli í handlegginn á mér og hann var svo tekinn úr á Húsavík. Ég vona að þetta verði birt, Birna G. Baldursdóttir. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.