Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 35

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 35
Ef ég mætti stjórna landinu í eina uiku (Úr skólaritgerðum í 5. bekk). Fjórír litlir grísir. Einu sinni var gylta sem átti heima á bæ sem hét Svínafell. Hún átti fjóra grísi. A hverjum morgni taldi hún grísina. Einn morgun var hún að telja börnin sín: »1, 2, 3, 0, 0, Guð, ég er búin að týna minnsta barninu mínu.“ „Vertu ekki að gráta, mamma mfn,“ sagði sá elsti, „ég skal fara og leita að litlu systur.“ Og hann fór af stað. Fyrst fór hann fram hjá stórum hundi. „Voff, voff,“ sagði hundurinn. Grísinn var logandi hræddur við hundinn og flýtti sér áfram. Næst kom hann að belju sem sagði: „Bö, bö.“ Hann var líka logandi hræddur við beljuna og hljóp fram- hjá henni. Næst kom hann að epla- geymslu. Þá sagði hann við sjálfan sig: »Eg er svangur og verð að fá mér ePli,“ og fór þangað inn. Næsta morgun fór mamman aftur að telja: ”E 2, 0, Guð, ég er búin að týna tveirnur börnum.“ >,Vertu ekki að gráta, mamma mín. Ég skal fara og leita,“ sagði sá næst elsti og hélt af stað. Fyrst fór ar>n framhjá stóra hundinum. ”Voff, voff“ sagði hundurinn og grísinn var logandi hræddur og flýtti Ser áfram. Svo kom hann að beljunni og var líka hræddur við hana. Síðan labbaði hann upp á hólinn og fann þar einn grís sofandi og vakti hann og sagði honum að hjálpa sér við að finna litlu systur. Þeir fóru niður að á og fundu engan. Þá gáfust þeir upp og fóru heim og leituðu þar betur og fundu systurina undir rúminu sínu. Árni. (4.b) Dóra í sueitinni Einu sinni var stelpa. Hún hét Dóra. Hún var að leika sér úti í garði. Þá heyrði hún eitthvert hljóð nálgast. Það heyrðist meir og meir. Allt í einu sá hún kálf koma á fleygiferð niður brekkuna. Hann kom beint til henn- ar. Hún varð hrædd og hljóp alla leiðina heim. Afi kom á móti henni út á hlað. Hann spurði hvað væri að. Hún sagði að kálfurinn væri að elta sig. Afi sagði þá að kálfurinn væri bara að leika sér. Sonja. (3.b.) Ég jafnaði laun karla og kvenna sem væru í sama starfi. Ég léti safna peningum fyrir mat handa hungruðum í Eþíópíu. Ég léti líka halda nokkrar Duran Duran og Wham hátíðir og sendi gróðann til Eþíópíu. Svo reyndi ég að bæta hjúkrunarstarf í landinu. Ég reyndi að fá fleiri til að vinna á sjúkrahúsum. Ég mundi líka hækka laun á sjúkrahúsum. Ég léti reyna að bæta fjárlaga- gatið. Ég hæfi útsendingar í sjónvarpinu á fimmtudögum. Ég bætti aðstöðu lamaðra og fatl- aðra í landinu. H.P. Ég léti byggja skautahöll, stóra og fallega, sem allir fengju frítt í. Ég léti skattana lækka og leyfði fólki að una sér. Fólk fengi að hjálpa til að setja niður tré svo að brátt yrðu komnir stórir og grænir skógar. Ég léti skólann ekki vera svona lengi á daginn og hefði hestafræði í staðin fyrir stærðfræði. Ég léti bekk- inn fara í göngutúra og mörgu má bæta við. Ég hefði skólaskíðaferð á mánaðarfresti. Þá yrði landið ekki eins og það er nú. K.S. Ég keypti allt sem ég vildi eiga. Ég lækkaði verð. Ég stútaði þessum Whamskrækj- um og Kissgargi og Limalsropi og Prins gorkúlu en leyfði Duran Duran greyinu að lifa. E.H.H. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.