Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1986, Page 42

Æskan - 01.01.1986, Page 42
Föndur Þessi svifflugvél er að því leyti frá- brugðin eldri svifflugvélum úr pappír að hún er miklu stöðugri í loftinu. Teikningin, sem ég sýni ykkur núna, er nefnilega svonefnd tvíþekja, - þ.e. hún hefur tvenna vængi hvora upp af öðrum. Ef þið eruð sæmilega laghent getið þið á skömmum tíma búið til heilan flota af svona vélum. Lítið bara á teikninguna! Á stíft pappaspjald, sem er brotið saman í miðju, teiknið þið tvær myndir eins og þið sjáið efst á teikningunni. Þið getið búið svif- fluguna til í hvaða stærð sem þið óskið en munið að því stærri sem þið gerið hana þeim mun sterkari verður pappír- inn í henni að vera. Svo klippið þið mynd 1 og mynd 2 út úr pappaspjald- inu (tvöfalda.) Mynd 1 er sjálf flugvél- in og mynd 2 er neðri þekjan. Límið nú skrokkinn saman og beygið væng- ina og stýrið lárétt út eins og sýnt er á teikningunni. Línan undir efri þekj- unni er skorin út og neðri þekjan (mynd 2) er fest í rifuna með lími. Búið svo til tvo smáprjóna úr spýtu og setjið þá sem stífur milli þekjanna eða vængjanna, gerið ofurlítil göt á væng- Svifflugvél ina og límið stífurnar í þau eins og sýnt er á mynd 3. Reynið svo að láta vélina svífa dálítinn spöl í loftinu. En ef það kemur í ljós að vélin sé of afturþung stingið þið einum eða tveimur títu- prjónum í nefið á henni. Ef hún hins vegar er of framþung festið þið papp- írsklemmu í stélið á vélinni. Sprelli karl Þennan skemmtilega sprellikarl getur þú auðveldlega búið til á eftirfarandi hátt: Stækkaðu fyrst fyrirmyndina á rúðupappírnum og notaðu rúðurnar þér til hjálpar. Rúðurnar eiga að vera 2x2 sm. Þegar þú hefur lokið við að stækka fyrirmyndina dregur þú mynd- irnar upp á pappa. Teiknaðu búk með höfði, tvo handleggi og tvo fætur. Klipptu svo hlutana út og litaðu þá. Mundu að hafa hægri og vinstri hönd ekki eins á litinn og heldur ekki fæturna. Búkur, hendur og fætur eru nú sett saman með seglgarnsspottum sem þú bindur hnúta á. Svo gerir þú stórar lykkjur eins og sýnt er á myndinni. Þegar þú togar í þær ... Já, þá hvað? Góða skemmtun! 42

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.