Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 42

Æskan - 01.01.1986, Blaðsíða 42
Föndur Þessi svifflugvél er að því leyti frá- brugðin eldri svifflugvélum úr pappír að hún er miklu stöðugri í loftinu. Teikningin, sem ég sýni ykkur núna, er nefnilega svonefnd tvíþekja, - þ.e. hún hefur tvenna vængi hvora upp af öðrum. Ef þið eruð sæmilega laghent getið þið á skömmum tíma búið til heilan flota af svona vélum. Lítið bara á teikninguna! Á stíft pappaspjald, sem er brotið saman í miðju, teiknið þið tvær myndir eins og þið sjáið efst á teikningunni. Þið getið búið svif- fluguna til í hvaða stærð sem þið óskið en munið að því stærri sem þið gerið hana þeim mun sterkari verður pappír- inn í henni að vera. Svo klippið þið mynd 1 og mynd 2 út úr pappaspjald- inu (tvöfalda.) Mynd 1 er sjálf flugvél- in og mynd 2 er neðri þekjan. Límið nú skrokkinn saman og beygið væng- ina og stýrið lárétt út eins og sýnt er á teikningunni. Línan undir efri þekj- unni er skorin út og neðri þekjan (mynd 2) er fest í rifuna með lími. Búið svo til tvo smáprjóna úr spýtu og setjið þá sem stífur milli þekjanna eða vængjanna, gerið ofurlítil göt á væng- Svifflugvél ina og límið stífurnar í þau eins og sýnt er á mynd 3. Reynið svo að láta vélina svífa dálítinn spöl í loftinu. En ef það kemur í ljós að vélin sé of afturþung stingið þið einum eða tveimur títu- prjónum í nefið á henni. Ef hún hins vegar er of framþung festið þið papp- írsklemmu í stélið á vélinni. Sprelli karl Þennan skemmtilega sprellikarl getur þú auðveldlega búið til á eftirfarandi hátt: Stækkaðu fyrst fyrirmyndina á rúðupappírnum og notaðu rúðurnar þér til hjálpar. Rúðurnar eiga að vera 2x2 sm. Þegar þú hefur lokið við að stækka fyrirmyndina dregur þú mynd- irnar upp á pappa. Teiknaðu búk með höfði, tvo handleggi og tvo fætur. Klipptu svo hlutana út og litaðu þá. Mundu að hafa hægri og vinstri hönd ekki eins á litinn og heldur ekki fæturna. Búkur, hendur og fætur eru nú sett saman með seglgarnsspottum sem þú bindur hnúta á. Svo gerir þú stórar lykkjur eins og sýnt er á myndinni. Þegar þú togar í þær ... Já, þá hvað? Góða skemmtun! 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.