Æskan - 01.07.1986, Side 14
Spjallað víð Dýrflnnu Sigurjónsdóftur ljósmóður
..IIvtT fæðing
svo sérstök“
Ljósmœður hafa tekið á móti
flestum börnum á íslandi. í íslensk-
um fornsögum eru þær hvorki
nefndar yfirsetukonur né Ijósmœð-
ur. Pau heiti komu síðar. Konur,
sem tóku á móti börnum, voru
stundum nefndar þjónustukonur. í
fornum norskum lögum voru þær
nefndar bjargrígur. Yfirsetukona,
nærkona eða náverukona eru
Ijósmóðurheiti í gamalli bíblíuþýð-
ingu sem talin er verafrá 13. öld.
Starfsheitið Ijósmóðir kemur fyrst
fyrir í Guðbrandsbíblíu 1584.
Til að kynnast lítillega störfum ljós-
móður tókum við Dýrfinnu Sigur-
jónsdóttur tali en hún starfar á Fæðing-
arheimili Reykjavíkur. Hún hefur tekið
á móti börnum í 34 ár eða frá 1952.
Þau eru hátt á annað þúsund. Hún
hefur sem sé tekið á móti nærri því
einu prósenti Islendinga. Við spurðum
hana fyrst hvenær hún hefði ákveðið
að gerast ljósmóðir.
„Ég var aðeins 10 ára,“ svaraði Dýr-
finna. „Ég man svo vel hvað ég var
spennt þegar mamma var að fæða
bræður mína og þegar ég var 11 ára
vildi ég helst fá að fylgjast með fæð-
ingu eins bróður míns. Þá var ég ekki
lengur í vafa um að ég vildi verða
ljósmóðir.“
- Hvað þykir þér skemmtilegast
við starfið?
„Það er varla hægt að lýsa því með
orðum. Hver fæðing er svo sérstök og
stórkostleg. Maður verður vitni að
kraftaverki þegar nýr einstaklingur
kemur í heiminn. Dásamlegasta til-
finning í lífi konu er þegar hún hefur
nýfætt barn sitt í höndunum."
— Geturðu lýst starfi ljósmóður
með nokkrum orðum?
„Við byrjum að fylgjast með kon-
unni fljótlega eftir að hún verður ólétt.
Þá kemur hún í skoðun til lækna og
ljósmæðra. Við mælum blóðþrýsting
hennar, hlustum á hjartslátt barnsins
og athugum hvort það liggur ekki eðli-
lega. Konan kemur reglulega í skoðun
á meðgöngutímanum. Við sitjum svo
yfir henni þegar hún er orðin veik og
komið að fæðingu. Fæðingin getur tek-
ið allt frá 2 klukkustundum og upp í
25. Við gefum konunni deyfandi
sprautu, nuddum húðina til að lina
sársaukann ef þær vilja það og sinnum
þeim að öðru leyti. Svo hjálpum við
barninu að komast í heiminn þegar
konan byrjar að rembast. Börnunum
liggur misjafnlega mikið á. Stundum
gengur allt eins og í sögu en svo getur
fæðingin líka verið erfið og tekið
langan tíma. Litlu eftir að barnið hefur
litið dagsins ljós böðum við það og
leggjum á brjóst mömmunnar.
Næstu daga aðstoðum við
mömmuna við að hugsa um barnið á
meðan þau eru á Fæðingarheimilinu.
Hún er alltaf mjög mikið eftir sig eftir
fæðinguna og hvílist því hjá okkur í
nokkra daga. Ef hún hefur ekki átt
barn áður leiðbeinum við henni um
meðferð. - í þessu felst starf ljós-
móður í grófum dráttum.“
- Hvað er nám ljósmóður langt?
„Það hefur mikið breyst frá því að
ég var í skóla. Núna þurfa verðandi
ljósmæður að Ijúka fyrst stúdents-
prófi, síðan hjúkrunarfræðingsprófi í
Háskólanum en það tekur 4 ár og eftir
það fara þær í Ljósmæðraskólann.
Hann er í 18 mánuði og námið er bæði
bóklegt og verklegt."
- Hvaða hæfileikum þarf góð ljós-
móðir að vera gædd?
„Hún þarf að vera rólynd og blíð. I
starfinu er fengist við viðkvæm mál °8
það reynir talsvert á tilfinningar.
Það
er dálítið sárt að fæða börn og foreldr-
ar hafa oft áhyggjur af þvf að fæðingm
gangi ef til vill illa og barnið verði
kannski ekki heilbrigt. Þess vegna þar
ljósmóðirin að vera mjög nærgætin °g
geta sett sig í spor foreldranna. Eft'r
að barnið er fætt er allur sársauki kon-
unnar rokinn út í veður og vind og
ólýsanleg sæla komin í staðinn.“
Vemdarhendi yíir mér
— Hefurðu aldrei orðið fyrir því a^
taka á móti andvana börnum eða van
sköpuðum?
„Nei, aldrei. Ég hef verið afskap
lega lánssöm í starfi mínu. Mér finnst
stundum eins og einhver haldi vern
arhendi yfir mér; ég er aldrei ein þegar
ég er að taka á móti börnunum. Lg
finn alltaf fyrir ró og friði þegar mik1
mæðir á mér.“
— Þú segir að allar fæðingar seU
sérstakar. Manstu samt ekki etrir
neinni sem hefur verið frábrugð111
öðrum?
„Jú, mér dettur helst í hug að netnU
atvik sem kom fyrir mig fyrir
árum. Þá var ég kölluð í heimahús 1
Fossvogi og það vildi svo einkennilog*1
til þetta kvöld að það var allt ra
magnslaust í hverfinu. Eiginmaður
konunnar, sem ég var að taka á m°ri
hjá, kveikti þá á 20 kertum og raða 1
allt í kringum mig. Þetta var ákafle§a
óvenjuleg og sérstök fæðing þarna
innan um kertin."
Svo man ég eftir annarri sérstakn
fæðingu fyrir nokkrum árum. Tilv°n
andi amma vildi fá að halda í