Æskan - 01.07.1986, Page 50
Ágætt félagslíf í Seljaskóla
Gott að búa í svcitinni
Hæ, hæ, kæra Æska.
Ég er hér einn að austan, nánar
tiltekið frá Keldunúpi í Vestur-Skafta-
fellssýslu. Hér er fallegt og gott að
búa. Bærinn stendur í krika við fjalls-
hlíð. Hér er því mjög skjólsamt.
Dýrin á bænum eru allnokkur og ég
á sum þeirra, t.d. kú sem heitir Sigga,
tvo ketti, Doppu og óskírðan kettling,
og síðast en ekki síst á ég hund sem
heitir Týra. Slátturinn gekk vel í
sumar.
Að síðustu þakka ég fyrir gott blað
Bergur Kristinn Guðnason,
Keldunúpi
Frábær hljómsvch í Grindavík
Elsku Æskupóstur!
Ég er hér einn úr Grindavík og mig
langar til að segja þér dálitlar fréttir úr
bænum okkar. Hér er frábær hljóm-
sveit sem heitir Sitty Six (Borgirnar
sex). í henni eru þeir Karl Björgvin
sem leikur á trommur, Róbert sem
leikur á gítar, Helgi á orgel, Tommi á
bassa, og svo eru tveir frábærir söngv-
arar, þeir Bjössi og Valdi. Diskótek
eru haldin tvisvar í viku, á föstudögum
og laugardögum. Svo er opið hús einn
dag í viku, spilakvöld og fleira. Bæ,bæ
Einn aðdáandi Sitty six
Vittu cignasl cricndan pcnnavin?
Kæra Æska! Ef einhverjir lesendur
þínir vilja eignast erlenda pennavini
þá geta þeir skrifað til eftirtalinna
blaða:
Kanada:
OWL,
The Young Naturalist Foundation,
59 Front ST.E., Toronto,
Ontario M5E 1B3,
Canada
Vestur—Þýskaland:
Der Bunte Hund,
Beltz Verlag,
6940 Weinheim,
Postfach 1120,
Bundersrepublik Deutschland
Frakkland:
Okapi
3, Rue Bayard,
753 93 Pans Cedex 08,
France
Holland:
Ezelsoor,
Postbus 930 54,
2509 AB Den Haag,
Nederland
Sendandi: Elisabeth Bye, Noregi
Kæra Æska!
Ég er mjög ánægð með þig og tnet
finnst þú alltaf verða betri og betn-
Einu sinni hvattir þú okkur til aö
skrifa þér nokkrar línur um heimæ
byggð okkar. Ég á heima í Breið-
holtinu og geng í Seljaskóla. Félags-
lífið þar var ágætt í fyrravetur. Disko-
tek voru haldin hálfsmánaðarlega, far'
ið var í þriggja daga skíðaferðalag °S
haldin bæði árshátíð og íþróttahátíð
svo að eitthvað sé nefnt.
Ég á heima í Kambaseli og þar er
ágætt að vera. Við krakkarnir í gðr'
unni förum oft í leiki og það er gaman-
En það er eitt sem við erum óánægð
með og það er að enginn veggur skuh
vera hér í nágrenninu þar sem V1
getum farið í boltaleiki. En við von-
umst til að það verði bætt.
Þetta verður þá ekki lengra að sinni-
Hanna Sif 14 ára,
Kambaseli 15,
Reykjavík
ÆSKUPÓST URINN