Æskan - 01.07.1986, Page 53
TÓNLISTAR-
KYNNING
Umsjón: Sigurrós
Hilmarsdóttir 14 ára
Dúettinn Eurythmics skipa þau Annie
Lennox og Dave Stewart. Nýlega sendu
þau frá sér plötuna Revenge og er hún nú
með mest seldu plötunum innanlands sem
utan. Þegar hefur eitt lag hlotið fádæma
vinsældir en það heitir When Tomorrow
Comes. Ég giska á að þau eigi eftir að
verða fleiri.
Mörg önnur lög með Eurythmics hafa
náð hylli, svo sem: Would I Lie To You,
1984, There Must Be An Engel og Here
Comes The Rain. Það síðastnefnda varð
þannig til að Dave og Annie voru að rífast.
Þá voru þau stödd á hóteli í New York og
Dave vildi æfa sig aðeins á gítarinn en
Annie vildi líka æfa þá stundina. Þannig
hófst rifrildið. Dave bar sigur úr býtum og
Annie fór í fýlu. Hún gekk út að gluggan-
um og raulaði fyrir munni sér: Here Com-
es The Rain — og þannig varð það ágæta
lag til.
Hérna koma svo nokkrar upplýsingar
um Annie:
Fæðingardagur: 25. desember 1954
Fæðingarstaður: Aberdeen í Skotlandi
Augnlitur: Grænn
Eftirlætis-litur: Rauðgulur
Menntun: Stundaði nám við Konunglega
tónlistarskólann í London
Fyrsta hljómsveitin: The Tourists
Eftirlætis-drykkur: Margrétar-hristingur
Áhugamál: Hljómlist, dans og skemmti-
legir strákar
Eftirlætis-hljómsveit: The Fun Boy Three
Eftirlætis-klæðnaður: Herraföt
Ástarflækjur hafa tekið sinn tíma hjá
Annie. Einu sinni var hún með Dave Stew-
art en svo giftist hún þýskum náunga að
nafni Radha Roman. Nú er hún skilin við
hann og búin að eignast nýjan vin sem er
líka í hljómsveit. Hann er kallaður Billy.
Hvort elskhugarnir eiga eftir að verða
fleiri veit enginn. Það getur allt gerst hjá
þessum heimsfrægu poppstjörnum.