Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1987, Blaðsíða 6

Æskan - 01.02.1987, Blaðsíða 6
Aukaverðlaunasaga í smásagnasamkeppni EFTIR SIGURBJÖR01 ÞRASTARDÓTTUR — Oh, finnst ykkur Hjörvar ekki æðislegur með nýju klippinguna? — Jú, æði, en sáuð þið fötin hans Þórðar! Guð, þau eru meiriháttar! — Já, hann minnti mig á Ralph Macchio úr Karate Kid, þegar ... Það er föstudagskvöld og komið fram yfir miðnætti. Lítill en áberandi hávær unglingahópur líður hægt eftir fjölmennum gangstéttum bæjarins. Þær eru enn svolítið blautar eftir rign- ingu. „Grúppan“ er skipuð fimm sí-mas- andi stelpum úr 8. bekk og tekur stefn- una vestur í bæ. I hópnum glittir á armbönd, hálsmen og eyrnalokka hér og þar svo að hann er eiginlega sjálf- lýsandi í myrkrinu því að ljósin á ljósa- staurunum biluðu skyndilega fyrir fá- einum mínútum. Dökkhærð, myndarleg stelpa, sem kölluð er Steffí, gengur hægt meðfram kjaftaklíkunni og tekur ekki mikinn þátt í samræðum hinna. Þær eru á leiðinni heim af þriðja skóladiskó- dansleik vetrarins og hún hefur ekki enn dansað við strák. Hún hálfskamm- ast sín fyrir það af því að allar stelp- urnar eru „með“ strák — nema hún. Þær nálgast Landsbankann og þar beygir Steffí til hægri en hinar halda áfram. Hún horfir á eftir þeim hverfa masandi bak við bankann og veit vel hvað þær ætla að gera. Reykja. Hún man eftir því þegar þær reyndu einu sinni að fá hana til að fá sér „smók“ en hún neitaði. Hún er svo allt öðruvísi en þær, þessar gervigellur. Hún hrekkur upp þegar hún heyrir létt fótatak og finnur að einhver stað- næmist fyrir aftan hana. Hún snýr sér snöggt við og greinir þá dökkklædda veru sem stendur í nokkurra metra fjarlægð frá henni. — Hæ, er sagt glaðlegri röddu sem greinilega kemur úr barka stráks á svipuðum aldri og hún er. í sama bili er veran böðuð skæru ljóshafi. Ljósa- staurarnir eru komnir í lag. Steffí fær ofbirtu í augun andartak en það líður ekki á löngu þangað til hún áttar sig á hver veran er. Gamlir, ljósir strigaskór, snjáðar gallabuxur, blár mittisjakki, ljóst hár og falleg blá augu. Þetta er Bjarki Jónsson, hávaxinn jafnaldri og sessu- nautur hennar þegar þau voru í 5. bekk. Hann er núna í hinum 8. bekknum. — Hæ, segir hún vandræðalega á móti og veit ekki hvernig hún á að vera. Þótt hún þekki hann ágætlega úr skólanum finnst henni svolítið skrítið að standa svona augliti til auglitis við hann á horninu þar sem þau kvöddust alltaf á leiðinni heim úr skólanum fyrir þrem árum. — Ha, ... ég, já. Já, já. — Samferða? .... Það er þögn. Hann spyr hana hvort hún vilji vera samferða. En hvernig þá? Þau voru vön því í 5. bekk að kveðjast alltaf á þessu horni. Og nú vill hann beygja í sömu átt og hún, til hægri. — Já, já, svarar hún hikandi og um leið ganga þau af stað. - En átt þú ekki heima á sama stað? Hún bendir. — Nei, ekki lengur. Við erum búin að selja og erum hjá ömmu og afa núna. Hún kinkar kolli brosandi því að hús ömmu hans og afa er það fyrsta sem hún sér þegar hún lítur út um stofugluggann heima hjá sér. Þau ganga hægt áfram og hún minn- ist þeirra „gömlu, góðu daga“ þegar þau sátu saman í skólanum og voru svo alltaf samferða hálfa leið heim eft- ir skóla, að Landsbankanum. Hann spyr forvitnislega: - Varstu að koma heim af ballinu? — Já, svarar hún að bragði ... Heyrðu, varstu ekki mættur, ég sá þig ekki? — Nei, ég komst ekki, þurfti að hjálpa pabba í húsinu, svarar hann og bætir svo við til skýringar... — Við erum að byggja. — Var gaman? spyr hann síðan og það leynir sér ekki að hann hefut langað mikið til að vera með. — Það var svona ágætt, ekkert æði, svarar hún en bætir svo við í huganum að það hefði verið meiriháttar ef hún hefði haft einhvern sætan strák til að dansa við eins og vinkonurnar... Þau ganga hægt áfram og það er vandræðaleg þögn. Aðeins ómurinn af umferðarhávaða aðalgatna bæjarins berst inn á hliðargötuna þar sem þaU ganga hlið við hlið. Það eru margir a „rúntinum“ í bænum núna. Gangstétt- irnar eru nú loksins að verða þurrar eftir rigningu dagsins. Eða hvað? Hvernig stendur á þessu? Dropar- Skýringin kemur í ljós eftir stutta stund. Það er komin rigning. Helh' demba. Þau flýja ósjálfrátt inn á matsölu- stað og eru holdvot þegar þau koma þar inn. Þau fá sér sæti í kyrrlátu horru við tveggja manna borð úti við glugga’ — Við verðum víst að vera her þangað til rigningin hættir, segir Steffu hlær og lítur niður á bera fæturna a sér. Hún er í stuttu gailapilsi. — Já, það er víst, svarar hann. — Viltu kók? — Já, já, svarar hún og bíður með- an hann fer fram í afgreiðsluna. Hún starir út um gluggann, fylgist með regndropunum renna niðuf rúðuna og „pælir í“ Bjarka. Aldrel hefur hún tekið eftir því í skólanum hvað hann er æðislega sætur. Hjörvar, Þórður og þeir allir eru bara lúðar miðað við hann, jafnvel þótt Þórður se svolítið svipaður Ralph Macchio... 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.