Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1987, Blaðsíða 11

Æskan - 01.02.1987, Blaðsíða 11
Fynr mér var aðalatriðið að ég hafði §aman af knattspyrnunni og var í henni af lífi og sál.“ ~ ^ar þrælavinna að vera atvinnu- rotboltamaður? ”Margir félaga minna, sem kvaddir Voru 1 herinn, litu á herþjónustuna sem hvfld. Síðan getur hver og einn raðið í þau orð_« Með hvaða tölu lékstu á bakinu? »Ég var yfirleitt númer 10“ ~ Varðstu fyrir einhverjum veru- egnm meiðslum eins og títt er um atvinnuknattspyrnumenn? ”Já, einu sinni. Þá hnébrotnaði ég í e'k með Mflanó A.C. Margir læknar s 'oðuðu mig og töldu mig úr leik. etta leit ekki vel út um tíma. Síðan gerðist það að frægur ítalskur læknir, Professor Mastrómarino, leit á mig og ann var sá eini sem treysti sér til að s era mig upp. Hann var læknir keppi- jtauta okkar og því var ekki leitað til ans fyrr. Ég keypti samning minn af ílanó áður en ég gekkst undir að- gerðina enda gerðu forráðamenn fé- agsins ráð fyrir því að ég væri úr leik.“ Aðgerðin var framkvæmd og tókst v°num framar. Eftir mikla og stranga endurhæfingu náði Albert sér aftur á strik og skrifaði undir samning við ranska félagið Racing Club de Paris. ann kvaðst hafa eflst allur eftir að a a átt í þessum erfiðu meiðslum. „Það hefur einkennt mig alla tíð að eg harðna þegar á móti blæs,“ bætti Ibert við þegar hann talaði um þetta hmabil. Érá Racing Club de Paris hélt Al- ert suður á bóginn til Nissa og þar endaði hann knattspyrnuferil sinn tveim árum síðar, 1955. Pá var hann °rðin 33ja ára og hafði dvalist 10 ár erlendis. Albert hélt áfram: ”Þegar ég kom aftur heim þurfti ég a heyja lífsbaráttu á nýju sviði, hefja uýtt starf og kynnast mörgu nýju fólki. estir vina minna voru orðnir fjöl- s yldufeður og jafnvel fluttir út og Suður. Mér er það alltaf svo minnis- st®tt hvað veðrið tók hryssingslega á jhoti mér. Ég kom úr sól og sumri og Pað var myrkur og snjóbylur þegar við entum á Keflavíkurflugvelli. Albert skorar mark gegn Sete F.C. Landsliðsmarkvörður Frakka henti sér í öfuga átt. Með verslunarnámi mínu á Bret- landi hafði ég lagt drög að framtíðar- starfi. Daginn eftir að ég kom heim byrjaði ég að leita að skrifstofuhús- næði og fann það fljótlega í Vonar- stræti 12. Þar var stofnsett Heildsala Alberts Guðmundssonar og hún er rekin enn þann dag í dag.“ - Var ekki erfitt fyrir þig að leggja skóna á hilluna eftir svona frækilegan árangur? „Jú, það er erfiðara en marga grun- ar. Það eru svo ríkar tilfinningar tengdar þessum knattspyrnuárum. En ég var sáttur við þessa ákvörðun mína. Ég ætlaði ekki að enda ferilinn sem skuggi af sjálfum mér og eyðileggja þá ímynd sem fólk hafði af afrekum mínum.“ Eftir heimkomuna þjálfaði Albert Hafnfirðinga í knattspyrnu í þrjú ár án þess að taka nokkur laun fyrir. Hann kom þeim upp í 1. deild. Svo kapp- samur þjálfari var hann að þeir fengu ekki einu sinni frí frá æfingum á jóla- dag og nýársdag. Við spurðum Albert næst hvort ein- hverjir eiginleikar, öðrum fremur, hefðu hjálpað honum á knatt- spyrnuferlinum og í stjórnmálunum. „Já, ég hef alltaf haft aga á sjálfum mér og gert miklar kröfur til sjálfs mín,“ svaraði hann. „Ég hef lagt áherslu á sjálfsafneitun, ástundun og reglusemi. Þeir málaflokkar sem ég .hef sett á oddinn og reynt að styðja vel eftir að ég fór út í stjórnmálin eru íþróttir, Þjóðkirkjan, bindindismál og málefni aldraðra og öryrkja. Þetta eru einmitt þau atriði sem styrkja mann- eskjuna og göfga líf hennar. Það er líkt með knattspyrnu og stjórnmál að oft þarf að taka sjálfstæð- ar ákvarðanir á stuttum tíma, jafnvel broti úr sekúndu. Knattspyrnuárin hafa veitt mér gott veganesti inn í stjórnmálin. Ég hef aldrei hikað og treyst best á sjálfan mig. Þetta eru mikilvægir eiginleikar á báðum víg- stöðvum.“ - Að síðustu: Þegar þú lítur yfir farinn veg, knattspyrnutímabil og stjórnmálaþátttöku, ertu þá ánægður með lífshlaup þitt? „Já, ég held að ég sjái ekki eftir neinu sem ég hef tekið mér fyrir hend- ur. Ég tel mig hafa verið mikinn gæfu- mann alla tíð. Ég hlaut kristilegt upp- eldi og það hefur sett mark sitt á lífsferil minn. Ég er alinn upp hjá al- þýðufólki og þekki því mjög vel þarfir þess. Ég hef aldrei legið á liði mínu hafi ég getað aðstoðað menn í vanda. Fólk á öllum stigum þjóðfélagsins hef- ur leitað til mín í tíma og ótíma, ekki síst þeir sem eru fátækir og búa við kröpp kjör. Sú ósk og bæn hefur alltaf búið í mér að geta hjálpað öðrum. Það hefur gefið störfum mínum gildi. Ég hef tek- ið þátt í góðgerðastarfi, er m.a. einn af stofnendum Læons-umdæmisins hér- lendis og SÁÁ. Einnig vann ég mikið fyrir Hjartavernd um tíma. Mestu ánægjustundir í lífinu eru þegar ég sé afrakstur starfs míns,“ sagði Albert Guðmundsson, mesta knatt- spyrnuhetja íslendinga fyrr og síðar. Það verður vafalaust langt þangað til einhverjum knattspyrnumanni tekst að tekst að öðlast jafnmikla frægð og virðingu sem Albert naut á sínum tíma. Um það vitnar saga hans... Viðtal: Eðvarð Ingólfsson 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.