Æskan - 01.02.1987, Side 15
Tveir eins
Felumynd
Séröu tvo ferðalanga á myndinni?
Peir eru líkir að sjá þessir ánægðu
hvolpar. hó eru aðeins tvær mynd-
anna alveg eins. Hverjar eru það?
Þremur þeirra sem senda rétta lausn
veitum við verðlaun. Aldur verður að
nefna - auk nafns og nákvæms
heimilisfangs.
Kennarinn: Hvers vegna komstu ekki í
sk°lann í gær, Jens?
ens: £g var vejkiir-.
ennarinn: Varstu kvefaður?
®ns: Nei, ég hafði tannpínu.
ennarinn: Finnurðu enn til í tönninni.
Það veit ég ekki.
ennarinn: Veistu það ekki?
ens: Hvernig á ég að vita það?
annlæknirinn dró úr mér tönnina í
gær.
Pétur kallaði ekki allt ömmu sína. í
yrsta skipti sem hann fór með
Jttömmu sinni í kirkju sagði hún á
heimleiðinni:
~ Petta var séra Ólafur, Pétur
minn. Hann skírði þig.
~ Já, er það? Mér fannst ég hafa
séð hann áður.
Vinirnir Jói og Diddi eru að tala
saman.
Jói: Ja, það fór illa fyrir Bjarna í gær.
Diddi: Nú, hvernig þá?
Jói: Hann bauð kærustunni sinni út að
borða í gærkvöldi. Þegar þjónninn
hafði komið með súpudiskana til
þeirra sá hún hvar fluga flaut á
súpunni. Hún hrópaði þá hátt: Burt
með kvikindið! - og þjónninn
kom á harðahlaupum og henti
Bjarna út.
Systkinin Bári og Þura sitja inni í
stofu.
- Hvaða mánaðardagur er í dag?
spyr Þura.
— Ég veit það ekki, svarar Bári.
— Nú, líttu á blaðið sem þú heldur
á.
— Það er ekkert að marka það.
Þetta blað er frá því í gær.
Kennarinn: Þú ert óhreinn í framan.
Hvað mundir þú segja ef ég kæmi
svona óhreinn í skólann?
Kobbi: Ég væri ekki svo ókurteis að
fara að hafa orð á því.
Mark Twain sat einu sinni til borðs
með fínni frú. Hann vildi vera kurteis
og sagði því við hana:
— En hvað þér eruð fallegar í dag,
frú mín góð.
- Mér þykir leitt að geta ekki sagt
það sama um yður, svaraði frúin fýlu-
lega.
— Gerið eins og ég! Segið ósatt!
15