Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1987, Page 16

Æskan - 01.02.1987, Page 16
Skeleggur skó Texti: Olav Norheim og Hákon Aasnes Teikningar: Hákon Aasnes 25. Bjössa líst ekki á blikuna. Það er ekki „auðvelt að hafa stjórn á sleðanum sem þýtur yfir snjóbreiðuna. Á ógnarhraða stefnir hann þvert á veginn og á sömu stundu birtist vörubifreið á engu minni ferð. Nei, nei... 26. Bjössi fer fram af brúninni og óttast að hann lendi framan við bílinn. En lánið leikur við hann. Hann svífur inn á pallinn og lendir á mjúkum kornknippum. - Alltaf vill mér eitthvað til, hugsar Bjössi. 27. Ökumaðurinn er meira að segja á sömu leið og Bjössi - til bæjarins. Hann nemur staðar í útjaðrinum og gengur á brott. Bjössi hraðar sér niður með sleðann og trén og heldur af stað í átt til miðbæj- arins. 28. - Nú verð ég bara að finna torgið svo að ég geti selt jólatrén. Ég get ekki dregið þau á eftir mér í allan dag. Bjössa er líka farið að klæja því að agnir úr kornknippunum hafa stungist í gegnum peysu hans. 16

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.