Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1987, Síða 19

Æskan - 01.02.1987, Síða 19
”Ég vona að hann skemmi ekkert,“ sagði mamma óróleg. au biðu dálitla stund en ekkert gerðist. au yoru farin að halda að afi hefði hætt við stríðið þá stöðvaðist lyftan skyndi- lega. fólkið, sem sat í sætunum na« uppi í lofti, nrópaði og spurði hvað væri að °g sum litlu börnin urðu hrædd ng fóru að gráta. ^ennirnir í lyftuhúsinu leituðu og leituðu en gátu ekki séð að neitt væri bilað. A^i litli flýtti sér jj111 í lyftuhúsið. yrst sá hann afa hvergi en þegar hann fór að leita Sa hann að afi hafði falið sig utl 1 horni a bak við skíðaklossa Sem einhver hafði sett þar. „Hvað ertu búinn að gera við lyftuna, afi?“ spurði Alli og neðri vörin titraði. „Ég galdraði hana fasta,“ sagði afi og gnísti tönnum. „Þú verður að losa hana. Heyrirðu ekki að litlu börnin eru að gráta?“ sagði Alli. „Ég held þau megi gráta fyrir mér. Þau áttu ekkert að vera að flækjast hingað. Þau gátu bara verið heima hjá sér,“ sagði afi. Hann var ennþá öskureiður. „Losaðu þau, afi minn. Gerðu það fyrir mig,“ sagði Alli. Hann var næstum farinn að skæla, honum þótti þetta svo leiðin- legt. „Jæja þá,“ sagði afi með ólund. Svo sveiflaði hann galdrastafnum sínum og sagði: „Argasta, garga, skúrrum, púrr.“ Og þá fór lyftan í gang og allir urðu glaðir aftur. „Þakka þér fyrir, afi minn!“ sagði Alli litli. Hann var glaðastur af öllum. Svo trítlaði afi heim í hól en Alli spennti skíðin sín á sig og renndi sér af stað niður brekkuna. Vonandi rennir sér enginn í veg fyrir hann, því að þá gæti farið illa. Kannski sjáum við hann einhvern tímann skjótast um þegar við förum á skíði ef hann missir af sér rauðu skotthúfuna sína. Þá verðum við að fara varlega svo að við meiðum hann ekki. 19

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.