Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1987, Page 22

Æskan - 01.02.1987, Page 22
STARFSKYNNING Flest börn leiða einhvern tíma hug- ann að því hvað þau langar til að starfa þegarþau verðafullorðin. Það er engin furða því aðflestfólk eyðir meira en helming þess tíma, sem það er vakandi, til að vinna. Hér áður var vinsæll þáttur íÆsk- unni sem bar yfirskriftina Hvað viltu verða? Frá því að hlé var gert á þeim þætti hefur Æskunni borist fjöldi fyrirspurna um það hvort hann byrji ekki aftur. Við höfum nú ákveðið að verða við þeim ósk- um. íþessum fyrsta hluta ætlum við að kynna fyrirykkur nám og starf veðurfræðings. Vissulega er ekki hægt að gera neinu starfi ýtarleg skil, til þess þyrfti miklu meira rúm í blaðinu eða jafnvel heila bók en hugmyndin hjá okkur er aðeins að varpa dálitlu Ijósi á margvísleg störf. „Ég er bóndi og allt mitt á — undir sól og regni“ (St.G.St) Veðurfræðingur Veðrið skiptir miklu máli í lífi okkar og því ekki að ástæðulausu hvað veðurfréttir eru sagðar oft í Útvarp- inu. Margir eiga líf sitt og starf undir veðri og því má segja að veðurfræðing- ar séu nokkurs konar öryggisverðir fyrir fólk og mannvirki. Bændur, sjó- menn og flugmenn eiga t.d. atvinnu sína undir veðri. Veðurstofa íslands er í nýlegu og glæsilegu húsi á Bústaðavegi 9 hér í borg. Þar starfa 60 manns, þar af 19 veðurfræðingar. Veðurstofan skiptist í nokkrar deildir, þar á meðal veðurspá- deild sem er mest áberandi, veður- rannsóknadeild og hafísdeild - svo að einhverjar séu nefndar. Blaðamaður fór í heimsókn á Veðurstofuna og hitti þar fyrir dr. Þór Jakobsson sem er lesendum Æskunnar að góðu kunnur fyrir Vísindaþátt sinn. Hann er veðurfræðingur að mennt og deildarstjóri hafísdeildar. Hann svar- aði góðfúslega spurningum okkar um nám og starf veðurfræðings. 5 ára háskólanám Til þess að geta geta hafið nám 1 veðurfræði þarf fyrst að taka stúd' entspróf. Síðan er möguleiki á að ljúka B.S.-prófi í eðlisfræði og stærð- fræði í Háskóla íslands og bæta við sig tveim til þrem árum í erlendum ha' skóla. Flestir veðurfræðingar haf;1 haldið beint í erlendan háskóla, annað hvort til Noregs eða Bandaríkjanna. að loknu stúdentsprófi og lokið nám1 sínu þar á fimm árum. Aðaláhersla lögð á þekkingu í eðlis- og stærðfræði. auk tölvu- og tölfræði. Nemendur geta sérhæft sig í ákveðinni grein veðut' fræðinnar þegar þeir skrifa IokaprófS' ritgerð. Atvínnumöguleikar Sjaldan losna störf veðurfræðinga 3 Veðurstofunni og því má segja að þa( séu ekki miklir möguleikar á að fa vinnu að námi loknu. Hins vegar geta Amar og Dagbjört á skrifstofu Þórs. Hann er hér að sýna þeim hnattlíkan. 22

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.