Æskan - 01.02.1987, Page 24
PENNAVINIR
Veggmyndin, sem börnin í Völvukoti gáfu Veðurstofunni, skoðuð í kaffistofunni.
stofu Þórs í fylgd fóstru sinnar, Önnu
Báru Pétursdóttur. í laun fyrir að
koma í þetta viðtal fengu þau að fara
annan hring um Veðurstofuna til að
rifja upp fyrri heimsókn áður en sjálft
viðtalið hófst.
„Við höfum verið að rannsaka
veðrið úti við,“ útskýrðu þau Arnar og
Dagbjört þegar við báðum þau að
segja okkur nánara frá þessum veður-
athugunum. „í lok hvers mánaðar get-
um við svo talið hvað voru margir
rigningardagar, sólardagar og óveð-
ursdagar í honum.“
- Hvað þótti ykkur skemmtilegast
að sjá á Veðurstofunni?
„Það var gaman að sjá klefann þar
sem veðurfregnirnar eru lesnar í Út-
varpið,“ sögðu þau. „Svo var gaman
að sjá veggmyndina okkar í kaffistof-
unni.“
Veggmyndina, sem þau minntust á,
gáfu börnin í Völvukoti starfsfólki
Veðurstofunnar í þakklætisskyni fyrir
að hafa fengið að heimsækja stofnun-
ina. Á henni mátti sjá teikningu af Þór
veðurfræðingi, lögreglubílnum sem
flutti þau, ýmsum tækjum sem þau
sáu, lyftunni, sem þeim þótti svo gam-
an að vera í, og af fatahengi sem vakti
athygli þeirra.
— Var eitthvað sem kom ykkur sér-
staklega á óvart?
Arnar: Já, ég var undrandi á því hvað
ísland er lítið þegar ég virði það fyrir
mér á mynd. Ég hélt að það væri miklu
stærra.
Dagbjört: Ég hélt að veðurfræðingar
fengju að ráða meira veðrinu. Ég man
að þegar ég var fjögurra ára þá kenndi
ég þeim eitt sinn um að hafa rok. En
nú veit maður sannleikann í málinu.
Arnar: Mér þótti líka gaman að sjá
hitamæli á svölunum. Hann minnti mig
á rassmæli. Svo var skemmtilegt að fá
að fara eina ferð í lyftunni.
— Höfðuð þið mikið gagn af kom-
unni hingað?
„Já, við horfum á skýin með allt
öðrum augum en áður.“
— Langar ykkur til að læra veður-
fræði síðar meir?
Arnar: Nei, ég held ekki. Mig langar
til að verða slökkviliðsmaður eða
lögga.
Dagbjört: Ég ætla að verða alþingis-
kona. Ég held að það sé skemmtilegt
starf.
- Eruð þið alveg viss um að ykkur
langi ekki í veðurfræði?
„Já, eiginlega. Við vorum fyrir
löngu búinn að ákveða hitt,“ sögðu
þau Arnar og Dagbjört að lokum -
og við kvöddum Veðurstofu íslands.
Susanne Möller, Raseborgsvagen 18 B 27-
10650 Ekenas 5, Finland. 13-16 ára. Er
sjálf 14 ára. Áhugamál : Tónlist, bóklest'
ur, bréfaskipti og hundar. Eftirlætistónlist-
armenn eru Modern Talking, Sandra og
Style. Skrifið á ensku.
Berglind Ýr Sigurðardóttir, 14, Rue DeS
Champs, 6170 Godbrange, Lúxemborg-
Mette Nordbrend Mikkelsen, Hammet'
stadgt. 24, 0363, Oslo 3. 12-14 ára. Er sjálf
13 ára. Áhugamál: Að lesa bækur, teikna.
mála — og bréfaskriftir. Leikur á fíðlu’
Ekki sakar að mynd fylgi fyrsta bréfí-
Hilde Nybakk, 3541 Nesbyen, Norge. 12'
14 ára. Er sjálf 13 ára. Áhugamál: Tónlis'
og dans.
Alessia Vignoli, Cisberto Vecchi n 1L
00169 Roma, Italy. 13-16 ára. Áhugamál ■
Tónlist, (A-ha, Duran Duran) íþróttir og
dýf-
Anne-Katrin Ágnell, Fannbyn 4110, S-831
93 Östersund, Sverige. Er 15 ára. Vinsam'
legast skrifið á ensku. Áhugamál : Tónlist-
bóklestur, bréfaskriftir.
Johnny Leonhardsen, Postboks 285, 4301
Sandnes, Norge. Er 11 ára.
Jonas G. Lindström, Fárhjordsvágen 20,
583 21 Linköping, Sverige. Er 11 ára-
Áhugamál : Tónlist, bóklestur, frímerkja-
söfnun og dýr. Svarar öllum bréfum. Skrif'
ið á ensku, þýsku eða sænsku („skandinav-
ísku“)
Lukas Uhlin, Fylkinggatan 51, 59500
Mjölby, Sverige. Strákar 7-8 ára - sem
geta fengið hjálp við að skrifa á Norður-
landamáli. Áhugamál: Knattspyrna, borð-
tennis, bóklestur, límmiðasöfnun
veiðiferðir.
Anna Olausson, Sibeliusgángen 56, 163 2-1
Spánga, Sverige. Er tólf ára. Skrifíð á
ensku eða Norðurlandamáli.
Christina Ebbemo, Hamndalsvágen 37,
616 00 Áby, Sverige. Er 15 ára. Stúlkur á
sama aldri. Áhugamál : Dýr, siglingar og
tónlist.
Kenth Svensson, Klockaregárden 20,
58238 Linköping, Sverige. 12-13 ára. Er
sjálfur 12 ára. Áhugamál : Bréfaskipú’
myntsöfnun, tónlist, dýr og iðkun allra
íþrótta nema knattspyrnu.
Ingibjörg Steina Frostadóttir, Túngötu 3,
Súðavík. Er 11 ára. Áhugamál : Að safna
límmiðum og glansmyndum.
Sigrún Bjargmundsdóttir, Akurey I, 861
Hvolsvöllur. 14-16 ára. Er sjálf 15 ára-
Áhugamál : Tónlist, dýr, skemmtanir.
Sóley Björk Sturludóttir, Aðalbraut 33Á,
675 Raufarhöfn. 12-15 ára. Er sjálf 12 ára-
Áhugamál : Bréfaskriftir, dansleikir, tón-
list (Madonna og Greifarnir) og dýr (hund-
ar, kettir, páfagaukar og hestar)
24