Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1987, Page 29

Æskan - 01.02.1987, Page 29
ÆSKAN SPYR: (Spurt í Mýrarhúsaskóla) Hvemig líkar þér að eiga heima á Seltjamamesi? Helgi Kristján Torfason: að er ljómandi gott. Ég hef átt hér heima rá því að ég var 8 mánaða. Já, ég þekki orðið marga Seltirninga, a.m.k. flesta í esturbænum þar sem ég á heima. Aðal- ahugamál mitt er að vera á skíðum. Ég fer „ um helgar með pabba mínum upp í 'tálafell og við jafnvel gistum þar í skíða- skála Hrannar. Stundum höldum við ^tkkarnir á Nesinu bekkjarpartí. Þau eru ®ðislega skemmtileg. Ekki er óalgengt að Pau standi frá kl. 6 til miðnættis. Guðni Helgason: g 8 hef átt hér heima frá fæðingu að und- Uskildum tveim árum sem við vorum á °fn í Hornafirði. Pabbi minn er verk- v$°ingur og þurfti að vinna við einhver á iÁe^n' Þar- var a8ætt e’8a heima . *Jöfn en hér er þó alltaf best. Ég er mikið nandknattleik og körfuknattleik og á arga vini. Svo á ég tvö hjól sem ég nota mikið £tla a sumrin. Þegar ég verð fullorðinn eg að verða annað hvort læknir eða Verkfræðing ;ur. Kristín Loftsdóttir: Ég á heima í sömu götu og Helgi Kristján og hef átt hér heima jafnlengi og hann fyrir utan eitt ár þegar ég dvaldist með fjöl- skyldu minni í Færeyjum. Eitt af því skemmtilegasta, sem ég geri, er að vera í knattspyrnu. Ég æfi með 3. flokki KR og svo æfi ég handknattleik með Gróttu. Jú, stelpur eru miklu minna í fótbolta en strák- ar. En það verður ekki langt þangað til þetta verður orðið jafnmikið áhugamál hjá okkur og þeim. Sjöfn Elfsa Albertsdóttir: Steinunn Hildur Sigurðardóttir: Ég hef átt hérna heima í rúm 4 ár og líkað vel. Ég fluttist hingað frá ísafirði. Það voru dálítil viðbrigði fyrst í stað. Það var eigin- lega miklu meira við að vera á ísafirði. En hér hef ég eignast ágætar vinkonur svo að ekki þarf ég að kvarta. Við förum oft í sund saman og leikum okkur í knatt- spyrnu. Ég er yfirleitt í marki. Nei, ég er ekkert hrædd við boltann. Þegar ég verð stærri langar mig til að verða listmálari. Ég hef mjög gaman af því að teikna. Lúðvík Ásgeirsson: Ég kann ágætlega við mig hérna. Ég flutt- ist hingað fyrir einu og hálfu ári. Áður átti ég heima í Reykjavík og þar áður í Hafnar- firði. Hér eru miklu skemmtilegri krakkar. Ég á eina vinkonu en hún er í Austurríki í vetur. Ég hlakka til þegar hún kemur heim aftur í vor. Aðaláhugamál mitt er leiklist. Nei, ég ætla ekkert frekar að verða leikari. Kennarinn minn heitir Gísli Arnkelsson og hann er sá besti sem ég hef haft. Já, hér er alveg ágætt að búa. Ég á marga vini og hef alltaf nóg fyrir stafni. Ég á hest sem heitir Þytur og það fer dálítill tími hjá mér í að sinna honum. Stundum bregð ég mér í útreiðartúr og jafnvel með vini mín- um sem á líka hest. Þytur er 10 vetra og góður hestur. Svo á ég líka kanínur en það er minni vinna að hugsa um þær en hest- inn. Þær eru geymdar í kofa rétt hjá heim- ili mínu. - Stundum eru haldin diskótek í skólanum en ég nenni sjaldan að fara á þau. Það er miklu skemmtilegra að fara í bíó. 29

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.