Æskan - 01.02.1987, Blaðsíða 45
°9 Chris Turner. Baily var í lands-
'ðshópi Englands í Mexíkó á árinu
^6rn leið en á undanförnum vikum
e*Ur honum gengið illa að ná aftur
s uöu sinni frá Turner sem leikið hefur
,l°9 vel. Þá eru í vörninni leikmenn
eins og Kevin Moran og Daninn Jon
IVebæk. Á miðjunni eru svo þeir
esper Olsen, einn leikmanna danska
ðndliðsins í Mexíkó og Skotinn Gor-
°n Strachanan. Olsen er geysilega
e'kinn knattspyrnumaður og Strac-
anan er einn mesti „vinnuhestur"
fem mönnum gefst kostur á að sjá á
Hattspymuvelli í Evrópu. í framlín-
unni er Frank Stapelton. Hann er írsk-
r °9 geysilega öflugur sóknarleik-
a^Ur og með honum í framlínunni
I e á miðsvæðinu er norður-írskur
e|kmaður sem vakti mikla athygli fyrir
aeinum árum fyrir að leika góða knatt-
PVmu og valda vel stöðu sinni þótt
Ájgur væri. Þar er átt við Norman
I h'teside sem er einn af sterkustu
e|kmönnum Manchester United.
eH<rnaVöllUr kðsins Old Trafford þykir
k' árennilegur fyrir aðkomulið og
tórlið
ar, *
ó ahorfendur þar taldir í hópi þeirra
sagtrlátustu ' Fnglandi og er þá mikið
Uðið
byrjaði illa á þessu
keD oyrjac
a hPnistímabili og heyrðust spádóm-
félii171 nu vær' komið að því að það
So ' ^öra deild. Fyrirliðinn Bryan Rob-
stríð netur ett v'^ Þrálát meiðsli að
haf 9| 60 hann hafi verið fjarri
síðu e^menn veriö að taka við sér
eru vtU v'kurnar og gengið allvel og
fvia ernnir vel upp fyrir neðstu liðin.
bikea-lester LJnited er einnig sterkt
Ur o
arlið og sjálfsagt er það ekki dautt
öllum æðum ef að líkum lætur.
Tl -----
Eðvarð — íþróttamaður ársins 1986
Nýlega var tilkynnt hvern samtök
íþróttafréttamanna hefðu vaiið íþrótta-
mann ársins 1986. Að þessu sinni var
Eðvarð Þ. Eðvarðsson, sundmaður úr
Njarðvík, valinn og kemur það fáum á
óvart. Eðvarð hefur náð mjög góðum
árangri á undanförnum árum og
skipað sér á bekk með fremstu sund-
mönnum Evrópu í sinni aðalgrein.
Þeir sem ekki þekkja þeim mun bet-
ur til vita ekki hve mikil vinna liggur að
baki því að komast í fremstu röð sund-
manna. Bestu sundmenn þjóðarinnar
æfa nærri því 30 klukkutíma í hverri
viku. Oft byrja þeir mjög snemma á
morgnana, klukkan sex áður en venju-
legir gestir sundlauganna koma á
vettvang.
Þá verða þeir sem ætla að ná ár-
angri að lifa reglusömu lífi og víst er
að Eðvarð fyllir þann hóp. Annars væri
hann ekki kominn í raðir þeirra bestu.
Æskan óskar honum til hamingju með
titilinn íþróttamaður ársins 1986.
Mikils er vænst af honum í framtíðinni.
(Við minnum á að ýtarlegt viðtal við
Eðvarð Þór var birt í 6. tbl. Æskunnar
1986. Mynd af honum fylgdi í opnu
blaðsins)
ISI 75 ára
28. janúar síðastliðinn varð íþrótta-
samband íslands 75 ára. Það var
stofnað í Bárubúð í Reykjavík þann
dag árið 1912. Stofnendur voru flest
helstu íþróttafélögin sem þá störfuðu
hér á landi og var fyrsti forseti sam-
bandsins Axel Tulinius. Hins vegar
var Sigurjón Pétursson á Álafossi
helsti hvatamaður að stofnuninni en
hann var mikill íþróttagarpur - á
sviði glímu og fleiri íþrótta.
Aðrir forsetar ÍSÍ á þessu tímabili
hafa verið Benedikt G. Waage, sem
var forseti í 36 ár, Gísli Halldórsson
sem gegndi starfinu í 18 ár og núver-
andi forseti, Sveinn Björnsson.
Virkir félagar í fþróttasambandi ís-
lands eru nú tæplega hundrað þús-
und og eru þetta ein allra öflugustu
almannasamtök í landinu. íþróttafélög
eru um allt land og sums staðar halda
þau ein uppi félags- og tómstunda-
starfi.
Sérsambönd ÍSÍ eru átján talsins og
27 héraðssambönd eiga aðild að
sambandinu. Afmælisins var minnst
með ýmsum hætti, meðal annars með
hátíðarsamkomu í Þjóðleikhúsinu.