Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1987, Page 48

Æskan - 01.02.1987, Page 48
15. Hann gat auðveldlega fylgst með öllu sem fram fór. Húsið fylltist þegar af fólki. Það fór með hrópum og köllum og bar inn veisluföng í kistum. Ljós voru tendruð og allt var fægt og prýtt svo að þar Ijómaði sem í sölum konungs. 16. Borð voru dúkuð og hlaðin dýrustu réttum. Borðbúnaður var allur úr gulli og silfri og sindraði af. Bjargbúarnir settust til borðs og tóku vel til matar síns. Er þeir voru mettir hlupu þeir þegar upp og tóku að stíga dans. 13. í bátnum var fjöldi af smávöxnu, þybbnu fólki sem flest var í grænum stökkum. En við stýrið stóð stúlka í brúðar- klæðum og minnti á drottningu því að hún hafði kórónu á höfði. Andri sá að hún var mennsk því að hún var sýnu stærri en bjargbúarnir. 14. Honum fannst hún fegursta stúlka sem hann hafði augum litið. Báturinn stefndi að landi í átt til hans. Andri var ekki lengi að hugsa sig um en snerist á hæli, hljóp inn, greip byssuna af veggnum og klifraði upp á bita. Þar var hann vel falinn. Bjargbúamir á Brímskerí j

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.