Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1987, Síða 49

Æskan - 01.02.1987, Síða 49
17- Meðan þeir ólmuðust í dansinum skreið Andri út um Ijóra og klifraði niður. Hann hljóp að bátnum og skar greinilegt krossmark í byrðinginn. Svo hraðaði hann sér að húsinu aftur. 18. Pegar hann leit inn stóð hátíðin sem hæst. Borð, bekkir, stólar og stáss steig með í trylltum dansi. Brúðurin ein var utan þessa. Hún sat og fylgdist með og þegar brúðguminn reyndi að fá hana í dansinn ýtti hún honum frá sér. 19. Dansinn dunaði án afláts. Fiðluleikar- 'nn strauk bogann og stappaði taktinn án þess að hlé yrði á og svitinn bogaði af honum í látunum. Andra fannst sem þetta æði myndi aldrei af þeim renna. 20. Þegar hann fann að töfrarnir voru að ná tökum á honum líka og toguðu hann í dansinn, hugsaði hann: - Nú er best að ég skjóti þeim skelk í bringu svo að þessu linni. Svo tók hann byssuna og stakk hlaupinu inn um gluggann. 49

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.