Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1987, Side 53

Æskan - 01.02.1987, Side 53
JOHNSON DON J^argir hafa beðið okkur um að kynna eikarann Don Johnson og birta myndir af °num. Hann er þekktastur fyrir leik sinn í sJónvarpsþáttunum Undirheimar Miami sem sýndir eru á Stöð 2. Sendingar hennar ná ekki enn um allt land og því hafa ekki allir lesendur blaðsins séð þennan dáða eikara. Við verðum þó við beiðnunum enda þykjumst við vissir um að flestir hafi neyrt hans að einhverju getið. Saga Donna er ekki um óslitna sigur- g°ngu og velgengni. Hann er fæddur á bý'i í Missúri. Foreldrar hans slitu sambúð Pegar hann var 11 ára og Donni var um skeið hjá móður sinni. Hann lenti í slæm- nm félagsskap, stal bifreið með fleiri rengjum og var sendur á upptökuheimili. :, *estir félaga hans frá þeim tíma eru nú átnir eða í fangelsum) Þaðan fór hann til öður síns og var hjá honum þar til hann uttist að heiman, sextán ára. Á þeim tíma Vann hann með skólanámi og dvaldist hjá Vlni sínum. Síðar fluttist hann til 26 ára . °nn og frá henni til annarrar þremur nrnm eldri... Hann átti þó vingott við fleiri °nur á sama tíma og að sögn hans sjálfs skildu þau að skiptum þegar hún sá '.hvernig ég í rauninni var“. t mörg ár gekk á ýmsu í kvennamálum °nna. Hann þótti þá sem nú laglegur og n iaðandi og konur heilluðust af honum. Jónaböndin entust stutt enda var hann 8 aumgosi og laus í rásinni. Hann neytti 'ka hvers kyns ávana- og fíkniefna svo að ekki var von á góðu. "Eg varð fljótlega háður hassi en kókaín Varð ekki vandamál fyrr en ég var orðinn ugdrykkjumaður. Ég gerði mér fljótt gtein fyrir að ég gæti drukkið meira ef ég neytti kókaíns með áfenginu." onni sökk djúpt og eyðilagði mikið O'fif sér með líferninu. Svo illa var komið ydr honum að hans beið dauðinn einn. En 0 sins ákvað hann að hverfa frá slíkum ^tturn og leitaði sér hjálpar. Honum tókst a losa sig úr þessum óheillaviðjum - v°nandi til langframa. Flestum reynist erf- Jf ternja sér heilbrigða lífshætti eftir að eta slíkan vandræðaveg. Litlu áður hafði Donna og sambýliskonu p3ns, Pattí D'Arbanville, fæðst sonur. attí hafði einnig verið óreglusöm en hætti a reykja, drekka og neyta fíkniefna þegar Un vissi að hún átti von á barni. ”Svo feddist Jessi sonur minn og ég fékk nóg af því líferni sem ég lifði, fólkinu, sem ég hafð samneyti við, og því rugli sem fíkniefnum fylgdi,“ sagði Donni síðar. Donni Jóns segir að sér hafi aldrei liðið betur en núna. Eflaust tekur hann undir með þeim sem vara unglinga við að byrja nokkurn tíma að neyta áfengis og annarra fíkniefna. Föðurhlutverkið tekur hann alvarlega. „Það er stórkostlegt að eignast barn. Það breytir lífsviðhorfunum alveg.“ Hann segist ekki geta hugsað sér að setjast aftur að í Hollywood. „Þar er allt svo óraunverulegt, óheilt og gervilegt að ég vil ekki að Jessi alist upp í því umhverfi." Donni fór til Hollywood 1969 til að leita sér frægðar og frama. Hann fékk fljótlega hlutverk í kvikmynd en leikur hans vakti ekki athygli. f sjónvarpsþáttum hefur hon- um sannarlega gengið betur. Hann hefur þó ekki löngun til að leika í sjónvarps- þáttaröðum ævilangt. Til þess er hann of . metnaðargjarn. Hann langar að stjórna kvikmyndum og leika sjálfur í þeim. Hann segir það ekkert ótrúlegt að hann hætti í íramhaldsþættinum Miami Vice (ísl. fram- burður: Mæamí væs) „Kannski hætti ég á næsta ári, ég veit það ekki. Meðan þátturinn nýtur vinsælda ætla ég að leika í honum en ég hætti um leið og mér finnst þær fara að dala.“ Launakröfur Donna Jóns þykja fara fram úr hófi, - 60.000 dalir á viku. (Um það bil tvær milljónir og fjögur hundruð þúsund íslenskra króna !) „Ég geri ekki hærri launakröfur en aðrir,“ segir hann... Finnst Donna sjálfum að hann sé aðlað- andi? „Já, en ekki eins aðlaðandi og mörgum sjónvarpsáhorfendum finnst!" segir hann. „Sjálfur er ég hrifnari af spé- koppunum en vaxtarlaginu... Fólk spyr mig hvernig mér líki velgengnin. Því svara ég þannig að á hverjum morgni þegar ég lít í spegil segi ég við sjálfan mig : „Ég er stoltur af þér.“ Við getum orðað það á annan hátt: „Ég hef ekkert breyst og mun ekki breytast þrátt fyrir velgengnina. Ég hef alltaf verið hrokafullur og sjálfumglað- ur...“ (Við samantekt var meðal annars stuðst við grein í blaðinu „Búið betur“. Anna Kristine Magnúsdóttir þýddi hana og endursagði) 53

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.