Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1988, Blaðsíða 5

Æskan - 01.01.1988, Blaðsíða 5
SIGURVEGARINN í SMÁSAGNASAMKEPPNINNI „Fékk fyrir hjartaða Viðtal við Helga Snæ Sigurðsson ..Nei, þetta er ekki sönn saga,“ sagði Helgi Snær Sigurðsson, sigurvegarinn í smásagnakeppninni, þegar við slógum á þráðinn til hans nýlega. „Sagan fjallar um ákveðinn harmleik sem ég veit að margir dýraeigendur hafa kynnst. Þeir hafa sem sé orðið fyrir sorg vegna missis eins besta vinar síns.“ - Hefur þú átt hund? >,Já, þegar ég var fimm ára. Þá áttum við heima á Grenivík. Við áttum hund- mn aðeins í eitt ár. Hann var dáhtið ruglaður, greyið, og það var mörgum sinnum ekið yfir fæturna á honum. Við urðum að skilja hann eftir þegar við fluttumst frá Grenivík til Akureyrar. Mig dreymir þessa dagana um að eignast annan hund. Sennilega verður mér að ósk minni þegar ég kem heim aftur frá Flórída. Æth ég fái mér ekki hund af Labradorkyni.“ Helgi Snær skrifaði verðlaunasöguna í byrjun nóvember sl. Fyrst gerði hann uppkast að sögunni, síðan skrifaði hann hana í heild og lagfærði svo eftir því sem þurfti. „Ég var tvö kvöld að skrifa hana,“ bætti hann við. „Þegar því var lokið samdi ég við mömmu um að vélrita hana. Hún er nefnilega miklu klárari en ég á ritvél.“ - Áttirðu von á því að sigra í keppn- inni? „Nei, eiginlega ekki þó að maður voni það auðvitað alltaf innst inni þegar mað- ur ákveður að taka þátt í keppni. Ég vissi ekki að ég hefði unnið fyrr en úr- shtin voru tilkynnt í útvarpinu. Ef ég segi eins og er var ég búinn að sætta mig við að ég ynni ekki eftir að búið var að lesa á undan upp nöfn allra þeirra sem hlutu aukaverðlaun. Hvernig varð mér við? Ég fékk fyrir hjartað og eftir útvarpsviðtalið má segja að ég hafi hlaupið upp um alla veggi hérna. Amma var hérna hjá mér og hún fékk áfall og hélt fyrir brjóstið í dálítinn tíma á eftir. Þetta var í einu orði sagt æðislega óvænt og gaman!“ Helgi Snær er 13 ára, fæddur 3. októ- ber 1974. í fyrra fékk hann aukaverðlaun fyrir söguna Karen. Hann er góður teiknari og hefur samið nokkrar teikni- myndasögur. Fyrir tveim árum birtist ein slík eftir hann í Æskunni og þá var líka birt viðtal við hann. Við spurðum hann að lokum hvort hann gæti hugsað sér að starfa sem teikn- ari og rithöfundur í framtíðinni? „Ég hef ekki tekið neinar ákvarðanir en gæti þó hugsað mér að verða listmál- ari eða auglýsingateiknari.“ - Góða ferð til Flórída, Helgi, og skemmtu þér vel! SIGURVEGARINN í TÓNLISTARGETRAUNINNI Hefur áður komið til Flórída Viðtal við Berglind Rós Guðmundsdóttur Vinningshafinn í tónlistargetrauninni heitir Berglind Rós Guðmundsdóttir og er í 8. bekk í Víðistaðaskóla. „Það var eiginlega tilviljun að ég tók þátt í tónhstargetrauninni,“ sagði hún í spjalli við Æskuna. „Ég hafði ekkert að gera einn daginn og datt í hug að spreyta mig á spurningunum. Ég bjóst alls ekki við að sigra því að ég vissi að mjög marg- m tækju þátt í getrauninni. Ég var með útvarpið í gangi á Þorláksmessumorgun °g var að taka til í herberginu mínu fyrir JÓlin þegar ég heyrði nafnið mitt. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum og stóð eins og stytta í nokkra stund á gólfinu meðan ég var að átta mig á þessu. Ég hélt að þetta væri misheyrn hjá mér. Svo rrmnr fór ég fram og sagði mömmu fréttirnar. Hún trúði mér ekki fyrr en hún hafði hringt í Rás 2 og fengið þetta staðfest." - Við fréttum að þú hefðir áður kom- ið til Flórída. „Já, ég fór með fjölskyldu minni í fyrrasumar. Það var mjög skemmtileg ferð og margt að sjá og reyna. Flórída er skemmtilegasti staður sem ég hef komið til. Við fórum í Disneyland og í Sjóheim (Sea-world) en þar er hægt að sjá há- karla, höfrunga og fleiri athyglisverð sjávardýr. Á hverju kvöldi kl. hálfníu var haldin flugeldasýning og hún var enn tilkomumeiri á laugardögum en aðra daga. Við fórum oft á vatnsrennibrauta- svæðið, sem við nefndum Blautt og brjálað, og skemmtum okkur vel. Svo má áfram telja.“ í viðtalinu við Berglindi kom fram að helstu áhugamál hennar eru tónlist, að vera á skíðum og fara í sund. Eftirlætis- tónlistarmenn hennar eru Rick Ashley, David Bowie, Stuðmenn og Greifarnir. Berglind hefur ekki áður tekið þátt í verðlaunasamkeppni Æskunnar og Rásar 2. Hún segir að þessar óvæntu og gleði- legu fréttir hafi gert jólahátíðina hjá sér ánægjulegri en ella. Við óskuðum henni að síðustu góðrar ferðar til Flórída og vonum að þau Helgi skemmti sér vel. Við hlökkum til að fá ferðasögu þeirra í hendur til að birta í blaðinu. ~5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.