Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1988, Blaðsíða 23

Æskan - 01.01.1988, Blaðsíða 23
ist ekki til að greiða þá skuld að fullu. Svo eru hin vímuefnin sem nú á tím- um fylgja fast í spor áfengisneyslunnar. í*ar stefnir allt að einu marki: að menga mannlegt líf með eitri nöðr- unnar, eitri lánleysis, upplausnar, sorgar °g dauða. t*að þarf að taka hraustlega á til þess að sporna við þeirri öfugþróun sem á sér stað í afstöðunni til neyslu áfengis og annarra vímuefna hér á okkar landi. Þar er mikið og brýnt verk að vinna, að snúa stefnunni til gagnstæðrar áttar og vekja oytt, öflugt almenningsálit gegn eitrinu til betra og bjartara h'fs, heilbrigðara sið- gæðismats og hollari lífshátta. Komdu með í þá baráttu, ungi les- andi, hvort sem þú ert piltur eða stúlka. A þann veg su'gur þú eitt af hinum stóru gæfusporum Hfs þíns, spor sem bæði þú, samtíð þín og framtíð munu þakka og blessa. Björn Jónsson. Undrið Smásaga eftir Sigvalda Ingimundarson Kirkjan á Nesi var þéttsetin fólki. Það var verið að jarðsyngja gömlu húsfreyj- una á Skarði. Hún hafði verið vinsæl af sveitungum sínum, einkum fyrir kær- leika og manngæsku við þá er minna máttu sín. Ófáum fátæklingum hafði hún rétt skilding eða einhverjar góðgerð- ir. í þeirra augum var hún drottning og kölluðu þeir hana sín á milli „frúna með bh'ðu augun“. En ekki voru allir þó á sama máh og hún hvað snerti athafnir gagnvart þess- um „aumingjum“. Hreppstjórinn vildi ekki að hún skipti sér af sveitarómögun- um. En „frúin“ gerði öllum eitthvað gott og þess vegna tók hún eitt árið að sér unga konu með reifabarn. Konan var fársjúk og veslaðist upp og dó. Barn hennar var stúlka. Er hún óx úr grasi gat hún ekki gefið frá sér skiljanlegt hljóð. Var hún því álitin vanviti. „Frúin“ hafði lofað móður hennar hel- sjúkri að láta barnið ekki frá sér fara meðan hún hfði. En nú var hún látin og htla stúlkan sat aftarlega í kirkjunni hjá vinnuhjúunum og fylgdist með athöfn- inni. Hvað hún hugsaði vissi enginn. Hitt vissu allir að hún saknaði fóstru sinnar og nú virtust öll sund vera henni lokuð. Þeim sem næst henni sátu sýndist hún sofa undir tölu prestsins. En þegar organistinn hóf undirleik sinn var eins og hún vaknaði. Gamla „frúin“ hafði verið mjög söngelsk og oft sungið fyrir Guðrúnu litlu en það hét stúlkan. Þegar organistinn hóf að leika lagið við sálminn, Ég krýp og faðma fótskör þína, kom fyrir atvik sem viðstaddir gleymdu aldrei. Um leið og fyrstu tónarnir heyrð- ust reis Guðrún litla upp úr sæti sínu og gekk eins og í leiðslu fram í kirkjuna með útbreiddan faðminn að kistu „frúar- innar“. Hún hóf um leið að syngja sálm- inn með þeirri yndislegustu barnsrödd er viðstaddir höfðu heyrt. Túlkun hennar á textanum var með þeirri innlifun að kór- inn og organistinn þögnuðu og allir hlustuðu hugfangnir á sönginn. Það var sem fólkið væri bergnumið. Þegar Guðrún litla kom að kistu vin- konu sinnar var sálmurinn á enda. Hún fleygði sér grátandi á kistuna og var þeg- ar örend. Sigvaldi Ingimundarson cr íþróttakcnnari í Rcykja- vrk. ÆSKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.