Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1988, Blaðsíða 8

Æskan - 01.01.1988, Blaðsíða 8
„Lagði marga stráka í sjómanni“ Opnuviðtalið - Rætt við Önnu Margréti Jónsdóttur fegurðardrottningu íslendingar eru þjóð á heimsmæli- kvarða. Það verður ekki annað sagt. Við erum hamingjusamasta þjóð í heimi, eigum sterkasta mann jarðar, skákmenn okkar haja unnið til heims- meistaratignar - og við eigum Jalleg- ustu konurnar. Þá er ekki miðað við íbúajfjölda heldur ótvíræða Jorystu á Jyrrgreindum sviðum! Við berum aj í ajlraunum, Jegurð og hugviti - og því ekki að ástæðulausu að hróður íslend- inga hejur Jarið víða. Fyrir ári birtum við viðtal við Hólm- Jríði Karlsdóttur sem þá hajði nýlega látið aj hendi titilinn Jegursta kona heims (Miss World). Nú hejur önnur ís- lensk stúlka náð Jrábærum árangri í þessari sömu keppni. Hún heitir Anna Margrét Jónsdóttir og hreppti 3. sæti þegar keppnin Jór Jram í nóvember sl. Hún er nú í opnuviðtali Æskunnar. „Spring líkt og blaðra“ H Anna Margrét er 21 árs Reykvíkingur, fædd 13. maí 1966. Hún er uppalin í 8 Smáíbúðahverfmu og í Breiðholti. Hún gekk í Fellaskóla og fór svo í Fjölbrauta- skólann í Breiðholti. Hún á aðeins eftir að ljúka tveim önnum til að verða stúd- ent. Hún tók sér hlé frá námi fyrir ári og starfar nú sem flugfreyja hjá Flugleiðum. Anna Margrét segir að líklega hafi for- lögin rekið sig til að taka þátt í fegurð- arsamkeppni og verða flugfreyja, hún hafi ætlað sér að verða læknir eða eitt- hvað í þeim dúr þegar hún var lítil stelpa. Þegar nær dró unglingsárunum ætlaði hún sér að verða arkitekt. Með það í huga valdi hún tæknibraut á bók- námssviði í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti. En nú er hún orðin afhuga því að verða arkitekt og kann vel við sig í flug- frey j ubúningnum. „Ég held ég hafi verið ósköp venjuleg stelpa,“ segir Anna Margrét þegar hún rifjar upp æskuárin. „Ég hafði svipuð áhugamál og jafnöldrur mínar og lék mér mikið við þær. En svo þegar leið nær unglingsárunum fór ég að láta meira að mér kveða. Auðvelt var að hleypa mér upp og strákarnir notfærðu sér það. Ég rétti þeim oft hnefann ef þeir höfðu unn- ið til þess og slóst við þá. Ég hafði þá marga undir enda var ég nokkru hærri en flestir þeirra. Ég man líka að einu sinni lagði ég þá alla í keppni í sjómanni. Þetta breyttist svo þegar við vorum orðin 13 eða 14 ára. Þá uxu þeir mér yfir höfuð og vöðvarnir gildnuðu og ég réð ekki lengur við þá.“ Anna Margrét tók mikinn þátt í félags- störfum í Fellaskóla. Hún sat m.a. í nemendaráði. Krakkarnir kusu hana því að hún hafði ákveðnar skoðanir á félags- málunum og lét í sér heyra. Hún var að sögn alltaf tilbúin til að láta að sér kveða ef henni fannst eitthvað mætti betur fara. - Þú ert sannkallað naut; hefur mikið skap. „Já, því er ekki að leyna. Ég á reyndar gott með að umbera fólk en það má segja að ég verði verulega reið þegar ég reið- ist. Reiðin er dálítinn tíma að krauma í mér en svo spring ég líkt og blaðra sem smám saman hefur verið að fyllast af lofti.“ - Hvað gerðirðu fleira á unglingsárun- um en að slást við stráka og ybba gogg á nemendaráðsfundum? „Ég æfði handknattleik með 4., 3., og 2. flokki Víkings. Ég lagði svo skóna á hilluna 15 ára. Þá var ég farin að sýna mikið með módelsamtökum. Það fór ekki saman að æfa handbolta og sýna á kvöldin. Núna sýni ég með MódeU ’79.“ Pjóðbúningurinn ■ hallærislegur ■ Talið berst næst að keppninni um Ungfrú heim. Ég spyr Önnu Margréti hvort hún hafi gert sér miklar vonir fyr- irfram? „Nei, engar sérstakar. Það er regla hjá mér að búast ekki við of miklu. Það er frekar að ég geti orðið svartsýn þegar mikið mæðir á mér. Ef maður temur sér að búast ekki við of miklu verður maður fyrir færri vonbrigðum í lífinu en ella. Það eina, sem ég batt vonir við, var að komast í 12 manna hópinn svo að fólkið heima gæti séð mig á Stöð 2. 78 fallegar ÆSKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.