Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1988, Side 44

Æskan - 01.01.1988, Side 44
Þú tapar nær 2.5 lítrum af vatni á dag! Þó að þér finnist þú ekki reyna neitt á þig eða svitna tapar þú um einum lítra af vatni á dag gegnum húðina og við önd- un. Þegar þú svitnar mikið verður vökvatapið mun meira. Prófaðu að halda á spegli fyrir framan munninn þá sérð þú gufuna. í gegnum þvagfærin losum við okkur líka við slatta af vatni. Allt þetta verðum við að bæta okkur upp þegar við drekk- um og borðum. Því meira vatn sem líkaminn tapar því meira þarft þú að drekka. Mundir þú setja 15 sykurmola út í vatnsglas og drekka það? Örugglega ekki! Veistu að ein dós af gosi inniheldur sama magn af sykri og er í 15 sykumolum? Ef þú svalar þorstanum með gosdrykkjum þá fær líkaminn í flestum tilfellum næringu sem hann ekki þarfnast. Til þess að nýta þann sykur, sem er í einni gosdós, þarftu að trimma í að minnsta kosti hálfa klukkustund fyrir hverja dós og ef þú gerir það ekki máttu búast við að utan á þig setjist um 6 kíló af spiki á einu ári. Við vitum líka öll að sykur fer ekki vel með tennurnar. Skátaþáttur Bandalag íslenskra skáta er í áróðursherferð Jyrir „vatni“ — í sam- vinnu við Heilbrigðisráðuneytið. Markmiðið er að hvetja alla til að drekka vatn við þorsta aj heilbrigð- isástæðum. Að undanjörnu hejur verið dreijt bæklingum og vegg- myndum til að leggja áherslu á þetta baráttumál. Hér á ejtir Jara nokkur orð til umhugsunar — í tíma töluð. Benjamín Árnason tók sam- an. Eins og áður hejur verið skýrt Jrá hejur orðið sammæli með Æskunni og BÍS um birtingu skátaejnis í blaðinu. Steján Már Guðmundsson mun haja umsjón með því. Æskan Jagnar samstarji við skáta. í næsta blaði verður sagt Jrá Alheimsmóti skáta sem haldið var í Ástralíu í janúar. vatu1- Samantekt: Benjamín Árnason Meginhluti líkamans er vatn! Um það bil 60% af þyngd þinni er vatn. Það er um allan líkamann, í blóðinu, húðinni og vöðvunum. Vatnið hjálpar okkur til við að flytja næringarefni um líkamann og losar okkur við úrgangs- efni. Það má því óhikað segja að vatnið sé okkur lífsnauðsynlegt. Við getum lif- að lengur án matar en vatns. Þegar þig þyrstir þá fáðu þér vatn! Enginn drykkur er í raun eins svalandi og ískalt vatn. Við sem eigum heima á íslandi erum svo heppin að eiga drykk sem allur heimurinn öfundar okkur af. Veistu að í Danmörku kostar vatn nærri því jafnmikið og mjólk? Skrúfaðu frá krananum og fáðu þér vatn. Þú færð ekki betri svaladrykk en hreint og tært vatn. 44 ÆSKAN

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.