Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1988, Blaðsíða 25

Æskan - 01.01.1988, Blaðsíða 25
Rithöfundakynning Ólafur Jóhann Sigurðsson Við hejjum nú að kynna ís- lenska rithöjunda sem skrjað hajajyrir börn og unglinga. Við munum ýmist kalla til leiks þá er lesendur kannast vel við eða þá sem við væntum að þeir þekki síður. ÓlaJ Jóhann Sigurðsson kynnum viðJyrstan. Hann er J. 26. september 1918 að Hlíð í Garðahreppi í Gull- bringusýslu. Ólajur hój ritstörf ungur að ár- um. í bókinni Við Áljtavatn seg- ir hann nokkrar sögur úr bernsku sinni. Hún varð ajar vinsæl og að verðleikum. Við vitnum hér til texta á bakkápu 4. útgáju bókarinnar (1958): ,pað má með Jullum rétti segja að þessar sögur Ólajs Jóh. Sigurðssonar séu orðnar sígild- ar í íslenskum bókmenntumjyr- ir börn. Hann skrijaði þær korn- ungur, á Jermingaraldri, og komu þær út íJyrsta sinn 1934. þegar hann var Jimmtán ára. Síðan haja þær komið út tvisvar ogjajnan selst upp á skömmum tíma. Nú koma þær hér í Jjórða sinn og munu ejlaust verða aujúsugestur eins og Jyrr. Þótt Ólajur væri naumast kominn aj barnsaldri þegar hann skrifaði þessar sögur má þegar greina í þeim Jyrirheit um það sem síðar hejur einkennt skáldskap hans: óbrigðul smekkvísi á mál og stíl og næmt augajyrir söguejni. Þar að auki er yfir þeim einkar hugþekkur æskuþokki. í ætt við gróandann á vorin. Þær eru gegnsýrðar næmri réttlætiskennd hins óspillta unglings og tvímæla- laust göjgandi Jyrir hvert barn sem heyrir þær eða les.“ 1936 birtist í Æskunni Sagan um glerbrotið ejtir ÓlaJ Jóhann og var Jramhaldssaga. Meitlað- ist hún svo í minni lesenda að Jimmtíu árum síðar er enn spurt hvar hana sé aðJinna. og höjðu þeir er spurðu ekki lesið hana Jrá i æsku. Ólajur Jóhann hejur þó lengst aj ritað skáldverk ætluð Julltiða Jólki. Mörg verka hans haja ver- ið þýdd á önnur tungumál. Hann hejur hlotið Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs. Hérjer á ejtir sagan Á skaut- um úr bókinni Við Áljtavatn. eftir Ólaf Jóhann Sigurðssofl „Að hverju ertu að leita, drengur minn?“ spurði faðir minn. „Ég ætla á skauta, - hefurðu ekki séð skautana mína? Ég fínn þá hvergi.“ „Hvert ætlarðu?“ „Nú, eitthvað út á svell,“ sagði ég önugur. „Þú ferð samt ekki niður á áveitu, drengur. Hún er ekki mannheld enn- þá og það getur verið hættulegt fyrir ykkur að vökna, það er ellefu stiga frost.“ „Áveitan hlýtur að halda,“ sagði ég og snaraðist út því að nú var ég búinn að fínna skautana. Snorri og Grímsi biðu mín á hlað- inu. Við vorum nú ekki að tvínóna við þetta heldur hlupum á harða- spretti niður að áveitu, spenntum á okku skautana og héldum út á gljá- andi svellið. Brátt brakaði ískyggi- lega í ísnum. „Traustabrestir,“ sögð- um við og héldum áfram. Samt fór- um við ekki langt frá bakkanum; þar ÆSKAN j lutum var vatnið grynnra og ísinn traustari. Við renndum okkur þarna fram og aftur lengi - lengi. ísinn var sléttur °g glær og máninn brá yfir hann töfrabirtu sem engin orð fá lýst. „Nú skulum við halda heim; það er orðið framorðið,“ sagði Snorri þegar honum þótti nóg komið. »Já, nú höldum við heim,“ sam- þykkti ég. „Við skulum renna okkur upp áveituskurðinn; hann hlýtur að halda eins og sjálf áveitan.“ Og ég lagði þegar af stað. Félagar mínir svöruðu ekki þessari tillögu en komu í humátt á eftir mér, hversu glæfralegt sem þeim kann að hafa fundist það. Ég fór hægt í fyrstu og gætilega, svo smáherti ég á mér, en þegar ég var um það bil kominn á „fulla ferð“, brast ísinn allt í einu undir mér og ég skall kylliflatur ofan í nístingskalt vatnið. Ég kom fljótlega fótum fyrir mig og reis upp. Vatnið tók mér í mitti. En það var enginn hægðarleik- ÆSKAN^= ur að komast upp úr vökinni því að ísskörin brotnaði undan mér þegar ég reyndi að skríða upp á hana. Snorri og Grímsi stóðu langt frá og þorðu ekki að koma nærri; þeir héldu að þeir myndu fara sömu leið °g ég- Loks komst ég upp á ísinn. Ég skalf svo af kulda að tennurnar glömruðu í mér og ég fann að fötin utan á mér fóru að frjósa. Samt tókst mér að losa af mér skautana. „Komið þið“ kallaði ég til félaga minna. En þeim hefur víst fundist ég óburðugur, - að minnsta kosti fóru þeir að skellihlæja og hreyfðu sig hvergi. „Jæja, hlæið þið bara,“ sagði ég og tók til fótanna og hljóp heimleið- is. „Hann ætti skilið að skautarnir væru teknir af honum,“ sagði ein systir mín þegar ég kom heim. „Hann ætti skilið að liggja í rúm- inu á morgun,“ sagði önnur. „Hann ætti ekkert annað skilið en duglega flengingu; ég var búinn að banna honum að fara niður á áveitu,“ sagði pabbi og var reiður. En þá kom mamma mín til sög- unnar; hún var alltaf verndarengill. Hún hjálpaði mér úr fötunum, lét mig ofan í rúm og gaf mér heita mjólk að drekka og stóran sykur- mola. Hresstist ég þá skjótt. Hugðist ég nú bæta fyrir brot mitt, tók sögubók og bauðst til að lesa upphátt. Og það leið ekki á löngu þar til allir voru komnir í besta skap. - Pabbi gekk um gólf með hendurnar fyrir aftan bak og var hinn ánægðasti. Þegar ég hafði lokið lestrinum gekk hann til mín og sagði: „Þú ert duglegur á skautum, drengur minn, en þú átt að hlýða for- eldrum þínum.“ 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.