Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1988, Blaðsíða 31

Æskan - 01.01.1988, Blaðsíða 31
"—Kjaftaklúbbur í— Þinghólsskóla Kæra Æska. Ég vil byrja á því að þakka gott blað. Ég heiti Birkir og á heima í Kópavogi. Skólinn minn heitir Þing- hólsskóli og þar er gott félagslíf. Diskótek eru hálfsmánaðarlega og °PÍð hús tvisvar til þrisvar í viku. Þá er hægt að leika borðtennis, billjarð °g dansa. í skólanum eru margir klúbbar, m.a. billjarð-, ferða-, og kjaftaklúbbur. Ég er í billjarð- og skíðaklúbb. Að lokum: Hvernig væri að efna til Ijósmyndasamkeppni í blaðinu og hafa meira af þrautum? Einnig mætti rsða við fleiri í þættinum Áhugamál mín. Birkir í Kópavogi. Svar: Það hefur lengi staðið til að efna til Ijósmyndasamkeppni í Æsk- unni. Það verður gert áður en langt Ufn líður. ------Uppskrift að------------ súkkulaðikökum Kæri Æskupóstur. Ég heiti Rannveig og hef aldrei skrifað ykkur áður. Ég er u'u ára og á heima í Kópavogi. Ég hef verið áskrifandi að Æskunni í eitt og hálft ®r- Mig langaði til að senda ykkur Pppskrift að súkkulaðikökum. Hún er svona: 2 egg, 1 1/2 dl sykur, 150 g smjör, 50 g súkkulaði, 2 dl hveiti, 1/2 tsk. lyftiduft. Með kveðju, Rannveig. ------Appelsínutré------------ Kæra Æska - þökk fyrir frábært blað! Ég ætla að koma hér með á fram- færi uppskrift sem er langt frá því að vera kökuuppskrift. Við getum kallað hana garðyrkjuuppskrift. Hún er svona: Þú tekur eplasteina eða app- elsínusteina og setur þá á álpappír, síðan á þurran stað eða hjá ofni. Þar geymir þú þá til hausts. Því næst tek- Urðu steinana úr álpappírnum og set- ur þá í bakka og geymir á svölum stað yfir vetrartímann. Þegar vorar tekurðu þá úr bakkanum og ferð með þá út. Þú verður að gæta að því að ekki komi næturfrost á meðan stein- arnir eru að festa rætur í moldinni. Úr þessu verður tré en þið þurfið ekki að búast við að á því vaxi epli og appelsínur. Til þess að það geti gerst þurfa trén að vera af báðum kynjum. Að síðustu get ég bent ykkur á að þið megið líka fara svona með sveskjustein. Ég vona að þetta takist vel hjá ykkur. Það tókst vel hjá mér. Anna Guðný Möller, Búastöðum, 690 Vopnafirði. -Fréttabréf að norðan- Hæ, kæra Æska. Ég er utan af landi og mig langar til að segja frá félagslífinu hérna í Víðidalnum. Á sumrin eru íþróttaæf- ingar og íþróttamót. Einnig er æfð knattspyrna og ungmennafélögin eig- ast síðan við í keppni. Á vorin er nóg annað að gera, svo sem að fást við sauðburðinn og önnur vorstörf. Af þeim sökum detta æfmgarnar niður á vorin, um heyskapartímann og í slát- urtíðinni á haustin. Um miðjan októ- ber hefst skólinn og þá tekur félags- lífið þar við. Það má því segja að eig- inlega sé hægt að æfa milli sauðburðar og heyskapar. í skólanum eru haldin íþróttamót og bekkjakvöld með leikjum og öðru skemmtilegu. Þetta læt ég nægja að sinni. Kveðja. Húnvetningur. —Draumaprinsar— Kæra Æska! Draumaprinsinn minn er lítill, ljóshærður, broddaklipptur og alveg æðislega sætur. Hann er 13 ára og er í 7. bekk í skóla í Reykjavík. B.G.B. Við erum hérna tvær stelpur á Akur- eyri og erum að deyja úr ást á einum strák í 6. b Lundarskóla. Hann er 148 sm á hæð og dökkhærður. Auður og Linda. Við erum hér tvær úr 6. bekk í Seljaskóla. Draumaprinsinn okkar er meðalmaður á hæð, góður í íþróttum, rosalega ljósabrúnn og skemmtilegur. Hann er í 6. HR í Seljaskóla. Tvœr af milljón aðdáendum. Draumaprinsinn minn er skol- hærður með ljósar strípur og frekar lágvaxinn. Hann er heldur lítið hrif- inn af mér og á heima ekki langt frá mér. 12 ára og að deyja úr ást. —Draumaprinsessur— Ég er alveg að deyja úr ást! Ég dansaði við stelpu um daginn og það var næstum því liðið yfir mig. Mér er sagt að hún hafi skrifað nöfn okkar beggja á brunastigann um daginn og sett plús á milli. Fyrsti stafurinn í nafni hennar er B. Einn að springa í Keflavík. Draumaprinsessan mín er 157 sm á hæð, dökkhærð með strípur og sjúk- lega sæt. Hún heitir Tinna og er í skóla í nágrenni Reykjavíkur. Einn ástfanginn Draumadísin mín er dökkhærð með blá augu, grönn og frekar há. Hún er góð, bæði í íþróttum og námi. Hún er í sama bekk og ég, í 7. DG í Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar. . • UPP fynr haus! —Um hjálparsveit— sKáta Kæra Æska! Ég er þrettán ára strákur úr Hafnar- firði og er í Lækjarskóla. Ég hef aldrei skrifað Æskupóstinum bréf áð- ur en nú langar mig að spyrja tveggja spurninga. 1. Þarf maður að hafa verið skáti til að komast í Hjálparsveit skáta? 2. Er ákveðinn lágmarksaldur skil- yrði fyrir inngöngu? Svo sendi ég einn brandara: Veistu af hverju Hafnfirðinga- brandarar eru svona vitlausir? Það er til þess að Reykvíkingar skilji þá! Hafnfirðingur Svar: 1. Nei. - 2. Já, 18 ára aldur. ÆSKANi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.