Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1988, Síða 53

Æskan - 01.01.1988, Síða 53
smásaga eftir Jóhönnu Biynjólfsdóttur Einu sinni var ungur drengur sem átti hdma í afskekktum dal á íslandi. Há í)öll gnæfðu á þrjá vegu og fjörðurinn stóð opinn á þá fjórðu, víður móti enda- lausu hafinu. Hann stóð oft niðri við fjöruborðið og hlustaði á öldurnar þegar þær bárust að iandi. Honum fannst þær stöðugt segja sér sögur frá liðnum tímum. Hafið bar sögu aldanna í djúpi sínu, þögult og óráðið. Hann var heillaður af hafinu. Það var svo leyndardómsfullt og töfrandi í margbrotnum myndum. Stundum var það milt eins og opinn móðurfaðmur, stundum fór það tröllslegum hamförum, stundum var það þögult og sorgþrungið ~en ávallt sem leyndardómur er aldrei yrði lyft hulu af. Hann fór stundum niður í klettabeltið þar sem öldurnar skullu þrumandi á hlettunum og þeyttu brimlöðrinu hátt í loft upp. Honum fannst þá sem brimnið- urinn svaraði slögum hjarta síns og ein- hver slægi hörpustrengi, falinn í djúp- inu. Þessi ungi drengur elskaði náttúruna svo mjög að honum leiddist aldrei. Alls staðar fann hann eitthvað sem gladdi rrnnr hann. Hann starði spyrjandi upp á fjalls- tindana háu þar sem örninn átti hreiður og ól unga sína. Einhvern tíma myndi hann geta séð hvað væri hinum megin fjallanna sem umluktu dalinn. Hann elskaði fannhvíta tinda þeirra og þráði að geta málað fegurð þeirra. Að vera list- málari hlaut að vera dásamlegt. Að mega standa allan daginn við trönurnar og h'kja eftir verkum skaparans sem hafði skreytt náttúruna svo fagurlega. Sumardag nokkurn, þegar sólin hellti geislaflóði yfir dalinn og fjörðinn, gekk hann upp eitt fjallið þangað sem stór og fagur foss féll niður í hrikaleg gljúfur og flugniður hans barst langa vegu. Hann hallaði sér sem í draumi upp að kletti og naut þessarar undurfögru hljómkviðu þar til hann sofnaði. Hrynjandi fossins hríslaðist um sál hans og fagnandi kliður fyllti hug hans. Hann svaf lengi. Loksins vakti hann undurfagur söngur og yfir höfði hans, hátt uppi í himinblámanum, sveif svanahópur og hann heyrði hörpu slegna við fossinn. Hljómur hennar var ljúfur undirleikur við söng svananna. Hér var það þá sem hörpuleikarinn bjó! Sá sem drengnum fannst ávallt vera nærri þegar unaður náttúrunnar gagntók hann. Skyldi nokkurn tíma renna upp sá dagur að hann gæti túlkað eitthvað í tón- um eða litað á léreft það sem nálgaðist unað náttúrunnar, litadýrð hennar og töfra? Hjarta hans sló hratt af löngun til að takast á við verkefnin sem honum fannst hlaðast um sig. Dásamlegir litir, dulúðg- ir tónar og seiðandi sungu í sál hans. Gæti nokkur endurtekið þetta í einhverri mynd? Hann vildi reyna. Eftir langa stund hélt hann loks niður fjalhð, heim að bænum. Hugdjarfur beið hann komandi tíma. Höfundur hejur Jengist uið listmálun og ritstörj. Frumsamdar sögur. þýðingar og teikningar hennar haja birst í Æskunni um áraraðir. 53

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.