Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1988, Blaðsíða 38

Æskan - 01.01.1988, Blaðsíða 38
Hundrað prósent pottþétt! Framhaldssaga eftir Guðberg Aðalsteinsson Fyrsti kafli Húsið söng í roki Þetta var undarlegur söngur. Hann barst gegnum strompinn, rifu á útidyra- hurðinni og í gegnum kjallarann. En hann vakti engin ónot, aftur á móti fyllti hann íbúa hússins notalegri öryggis- kennd. Rokið hamaðist á veröldinni fyrir utan veggina án þess að ná til þeirra sem sátu í notalegri hlýju fyrir innan og hlust- uðu á þennan söng. En það var ekki alltaf rok. - Lárus Ingólfsson Hannessonar. Viltu gjöra svo vel að koma þér út í góða veðrið. Þú hefur ekkert gott af því að hanga svona innandyra allan guðslangan daginn. Móðir Lárusar var feitlagin kona með sítt, dökkt hár og brún síkvik augu. Lár- us var algjör andstæða hennar í útliti: grannvaxinn með burstaklippt, rauðleitt hár og stór, spyrjandi augu. Hann var ekkert að flýta sér út. Hann beinlínis dró á eftir sér fæturna og gaut annað slagið augunum til móður sinnar, svona eins og hann væri að athuga hversu langt hann gæti komist með seinagang- inn. Undir eldavélinni svaf Brandur, feitur, letilegur köttur, og Lárus ýtti við honum með tánni um leið og hann gekk fram hjá. Kötturinn stökk hvæsandi upp. - Lárus, sagði móðir hans í ávítunar- tóni. Láttu veslings Brand í friði og 58~ reyndu að hlýða svona rétt einu sinni. Á milli handa hennar engdist flatköku- deig sundur og saman. Lárus stundi þungan um leið og hann lokaði dyrunum á eftir sér. Það var ekk- ert grín að vera orðinn átta og hálfs árs en vera samt minna metinn en feitur og ógeðslegur köttur sem gerði ekkert ann- að en að éta og sofa. Og svo hafði hann eiginlega engan til að leika sér við. Þetta síðasta var reyndar ekki alveg satt. Lárus átti stóran systkinahóp: Allt í allt voru þau átta talsins, plús þetta sem var í maganum á mömmu hans. Honum var það hulin ráðgáta hvernig barn hefði komist í magann á mömmu hans. Það var svo stórfurðulegt að best var að hugsa ekkert um það. Eins var það með útvarp- ið sem hlaut að vera fullt af litlum körl- um sem borðuðu rafmagn, ekki var það neitt smáskrítið. Lárus tróð höndunum ofan í buxna- vasana og gekk í áttina að næsta bæ þar sem Diddi, besti vinur hans, átti heima. Þeir Diddi voru jafnaldrar. Helsti kostur Didda var sá að pabbi hans var vörubíl- stjóri hjá frystihúsinu og þeir fengu stundum að sitja í. Einu sinni höfðu þeir farið alla leið til Hafnarfjarðar. Lárus hafði orðið ringlað- ur af því að sjá alla bílana, húsin og fólk- ið. Samt var það lyktin sem fór verst í hann, lyktin af reyknum sem kom út um púströrin á bílunum. Hann hafði átt erf- itt með anda djúpt að sér. Hérna veitti nú ekkert af smávegis roki, hafði hann hugsað. Mikið hafði hann verið feginn þegar litla sjávarþorpið hans birtist í glugga vörubílsins. Pabbi Didda hafði sungið hástöfum „Sagt hefur það verið um Suð- urnesjamenn“ og þeir höfðu allir hlegið og skríkt af kátínu. Diddi var í góðum holdum með þykkt, liðað hár og mikið af freknum í andlitinu og allra mest í kringum nefið. Rauð kú- rekaaxlabönd héldu uppi snjáðum galla- buxum. Hann beið eftir Lárusi á tröpp- unum fyrir utan húsið heima hjá sér. Hann var með veiðistöng. - Hæ, sagði hann og stökk niður tröppurnar. Ég ætla út á klappir að veiða. Þvílíkt barn, hugsaði Lárus. Allt sner- ist í kringum þessa veiðistöng sem frændi hans frá Ameríku hafði gefíð hon- um í afmælisgjöf. Hann tróð höndunum dýpra ofan í buxnavasana, það djúpt að eitthvað heyrðist rifna. Þeir gengu niður í fjör- una, fram á klappirnar og Diddi kastaði línunni út með sveiflu eftir að hafa beitt öngulinn með slitur úr lifur. Lárus sett- ist á stein og fylgdist með flotholtinu. Flotholtið hreyfðist ekki. Lárus geisp- aði og horfði út á hafíð. Snæfellsjökull sást greinilega. Pabbi hans var þarna ein- hvers staðar að veiða. Hann kom ekki að landi fyrr en rétt undir blánóttina. - Það er ekkert að hafa, sagði Diddi og dró ínn línuna. Þessi beita er líka handónýt, dettur strax af. - - ÆSKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.