Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1988, Blaðsíða 40

Æskan - 01.01.1988, Blaðsíða 40
Æfír í 960 Idukkustundir á íþróttir Viðtal við Hlín Bjamadóttur Hlín Bjarnadóttir, Jjórfaldur íslands- meistari kvenna í Jimleikum 1987, er í sviðsljósi íþróttaþáttarins að þessu sinni. Hún er 16 ára Kópavogsbúi, Jædd 1. apríl 1971 (ekki 1. apríl gabb!) og stundar nám í Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Hlín hejur æjt Jimleika í 10 ár sem er sannarlega ekki lítill tími miðað við aldur hennar. Hún æjir með Gerplu. „Ég æfí fímm sinnum í viku,“ sagði Hlín þegar við röbbuðum við hana fyrir nokkru. „Ég æfi síðdegis alla virka daga nema mánudaga og svo á laugardags- morgnum kl. 11. Æfingarnar fara þannig fram að við hitum vel upp og förum í þrekþjálfun í rúman hálftíma. Síðan byrjum við að æfa á áhöldum. Æfingarn- ar standa í 3-4 tíma. Þeim lýkur alltaf með þrekþjálfun. Þó að æfingarnar séu ólíkar innbyrðis þykja mér þær allar skemmtilegar. Ég fæ aldrei leið á fím- leikunum. Það eina sem mér finnst hvimleitt við þessa íþrótt er þegar maður meiðir sig. Meiðslin geta orðið svo þrálát og háð manni talsvert. Ekki þarf mikið að koma upp á svo að maður meiði sig. T.d. er nóg að lenda illa á harðri dýnu. Einu sinni varð ég fyrir því óhappi að reka hnéð í augað. Ég fékk glóðarauga og nefið bólgnaði mikið.“ Hlín segir að í meistaraflokki kvenna hjá Gerplu séu þær sex. Valdimar Karls- son og Kristín Gísladóttir, fyrrverandi íslandsmeistari, æfa þær. Hlín segir að þau séu mjög góðir þjálfarar. „íslenskt fimleikafólk er langt á eftir öðrum þjóðum. Hér vantar tilfinnanlega gryfjur í sali. Það fer mikill tími í og er ákaflega þreytandi fyrir okkur sem æfum þessa íþrótt að þurfa sjálf að draga áhöld- in út úr geymslunum og stilla þeim upp. Satt að segja er það hundleiðinlegt og æf- ingatíminn verður lengri fyrir vikið. Við höfum nokkrum sinnum farið til útlanda til að æfa þar, t.d. til V-Þýskalands og Svíþjóðar, - og þvílíkur munur að ganga þar beint að áhöldunum.“ Hlín hefur farið 8-9 sinnum utan til að keppa á mótum, m.a. á Evrópumótum. Henni þykir miklu streituminna að keppa erlendis heldur en hér heima. Svo dregur ekki úr ánægjunni að henni þykir gaman að ferðast. - Verðurðu aldrei kvíðin fyrir keppni? spyrjum við næst. „Jú, það er stundum taugatitringur í mér. Annars er bannað að vera hræddur í fimleikum. Kvíðinn er reyndar fljótur að hverfa þegar við byrjum að gera æf- ingarnar því að þá er ekki hægt að hugsa um neitt annað.“ Hlín á tvær yngri systur, 13 og 3ja ára. Hefur sú eldri ekkert verið í fimleik- um? „Jú, hún byrjaði að æfa 6 eða 7 ára en hætti 12 ára,“ svarar hún. „Hún fékk einfaldlega leið á æfingunum.“ - Kanntu skýringu á því af hverju strákar hafa ekki eins mikinn áhuga á fimleikum og stelpur? „Það er erfitt að nefna einhverja eina skýringu. Þeir virðast miklu frekar vilja verja tíma sínum í fótbolta og aðrar hóp- íþróttir. Kannski finnst þeim fimleikar vera frekar sniðnir fyrir kvenfólk.“ Þarf að bæta aðstöðuna Þrír keppendur frá Gerplu tylltu sér í þrjú efstu sætin í kvennaflokki á íslands- meistaramótinu í fyrra. Hlín segir að það hafi í raun ekki komið sér mikið á óvart að sigra því að þær séu nokkrar stelpurn- 40 ÆSKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.