Æskan - 01.01.1988, Blaðsíða 26
Þrautir
Einhver var aö biðja um fleiri tegundir af krossgátum. Nú kemur sú gamla, góöa aftur. Þið
þekkið hana flest. Við verðlaunum þrjá.
5k0 P
Verkamaðurinn: Mig langar að
spyrja hvort ég fái ekki hækkun
núna.
Forstjórinn: Nei, það gengur
ekki.
Verkam.: En þér lofuðuð mér
uppbót.
Forstjórinn: Já, ef ég yrði ánægð-
ur með þig.
Verkam.: Eruð þér það ekki?
Forstjórinn: Ekki fyrst þú biður
um launahækkun.
Leiðsögumaður: Gremjulegt að
nú skuli vera þoka. Héðan er svo
afar gott útsýni í björtu.
Ferðamaður: Hve langt er þá
hægt að sjá?
Leiðsögum.: Eins langt og maður
vill.
Ferðam.: Kannski til Ameríku.
Leiðsögum.: Miklu lengra, alla
leið til tung^r^^^^
Spákona nokkur spáði fyrir
bónda einum og sagði honum
margt ótrúlegt. Þegar hún hafði
lokið máli sínu bjóst bóndinn til
að kveðja. Spákonan krafði hann
um greiðslu en þá sagði bóndinn:
- Fyrst þú getur séð óorðna
hluti mátti þér vera ljóst að ég
ætlaði aldrei að greiða þér fyrir
spádómana.
Sigga: Hvað gerirðu þegar þú
sérð laglega stúlku?
Edda: Ég horfi lengi á hana - og
legg svo frá mér spegilinn!
Ástfanginn piltur: Þú ert sál lífs
míns, þú ert eins fögur og vötnin
blá, bros þitt er eins og morgun-
roðinn, augu þín eins og heiður
himinn og þú ert mitt eina skjól í
drunga lífsins.
Stúlkan: Er þetta bónorð eða um-
hverfls- og veðurlýsing?
(Tekið úr Dvöl 1934-35)
Sendandi:
Þórlaug Ágústsdóttir,
Rauðagerði 31, Reykjavík.
26
ÆSKAN