Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1988, Blaðsíða 33

Æskan - 01.01.1988, Blaðsíða 33
Sögulok Svenni og Agnes horfa á popptónleika í sjónvarpinu heima hjá systur hennar og stinga inn'orði og orði sem tengist popp- Urunum og lögum þeirra. Börnin tvö sem Agnes er að passa eru fyrir löngu sofnuð. Þegar popptónleikunum er lokið slekkur hún á sjónvarpinu og lætur plötu á fóninn. Svo sest hún aftur og situr nær Svenna en áður. - Ég kann ofsalega vel við þig, segir hún upp úr þurru eftir að hvorugt hefur sagt orð í stutta stund. - Sömuleiðis, segir hann og þau horf- ast í augu. - Þú ert skemmtilegur strákur. - Þú ert líka skemmtileg. - Finnst þér ekki sniðugt að hugsa til þess hvernig við kynntumst. í gegnum pennavinadálk Æskunnar! - Raunar hefði ég aldrei skrifað þér ef ég hefði ekki verið búin að sjá þig áður. En pennavinadálkurinn gerði gæfumun- inn. Hún horfír á hann með glettni í aug- unum. Honum fínnst hún ómótstæðileg. Hún er svo falleg. - Þér hefur sem sé litist svona vel á mig, segir hún og brosir stríðnislega. Hann lítur undan og ræskir sig. - Mér fannst þú ekkert afleit. Svo hlæja þau bæði. - Mér fannst þú ekki heldur afleitur. Ef svo hefði verið hefði ég ekki komið í afmælið í kvöld. Honum finnst þessi orð næstum því jafnast á við ástarjátningu. Hann fínnur að þau eru á réttri leið. Það vantar bara herslumuninn. Agnes býður kók og súkkulaði og stendur upp til að ná í það. Skemmtileg tónlistin frá plötuspilaranum flæðir um huga Svenna á meðan og hann nýtur þess að vera til. Hann er allt í einu orð- inn svo öruggur með sig. rrnfif Agnes kemur með góðgætið og sest aftur hjá honum. - Heyrðu, segir hún litlu seinna og horfir á hann eins og hún ætli að biðja um eitthvað. - Hvað? Hann sperrir eyrun og bíður spenntur. - Viltu að við byrjum saman? Hann fær kökk í hálsinn. Hann átti ekki von á að hún yrði svona hreinskilin. Honum finnst hann vera að dreyma. - Ef þú getur hugsað þér það, svarar hann og vonar að hún heyri ekki hvað hann er skjálfraddaður. Þau horfast í augu stutta stund og hann finnur hvernig svitinn lekur undan höndunum. - Eigum við að kyssast til að staðfesta það? spyr hún, lokar augunum, setur stút á munninn og stefnir á varir hans. Þau kyssast stutta stund og innsigla þannig vináttuna. Hann er í níunda himni. Þau eru byrjuð saman, Agnes og Svenni. Það hljómar ekki sem verst. Þegar Svenni er á leið í strætó heim til Dodda um miðnættið er hann í sælu- vímu. Draumur hans rættist. Hann hef- ur krækt í sætustu stelpuna í borginni. Hvað þeir mega öfunda hann á Skagan- um! Hann ætlar að biðja pabba sinn og mömmu um að flytjast til Reykjavíkur svo að hann geti verið sem næst henni. Ef ekki - er ekki loku fyrir það skotið að hann sigli daglega á milli með Akraborg- inni og stundi nám í Álftamýrarskóla, þeim sem hún er í. Þau töluðu um að hittast um hverja helgi héðan í frá, annað hvort í bænum eða uppi á Skaga. Kannski verður það ekki nóg fyrir hann. Þegar Svenni kemur úr strætó fyrir framan húsið sem Doddi á heima í tekur hann eftir því hvað himinninn er stjörnubjartur og fallegur. Hann blínir á stjörnurnar í von um að sjá einhverja þeirra hrapa. Hann hefur heyrt að þá geti hann óskað sér einhvers og það ræt- ist! Nei, ekkert stjörnuhrap, ekki núna. Jæja, það hefur nógu mikið ræst í kvöld, hugsar hann glaður með sér. Svo stingur hann sér inn úr dyrunum til að tilkynna Dodda að þau Agnes séu óformlega trúlofuð. Sá skal fá að verða undrandi yfir frétt- unum! Og það á sjálfum afmælisdegin- um hans. ~~
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.