Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1988, Blaðsíða 28

Æskan - 01.01.1988, Blaðsíða 28
Frá lesendum I reikningstímanum Klúkuskóli á Ströndum Kennarinn: Við hugsum okkur að það séu þrír bananar hérna á borðinu. Systir þín kemur og tekur einn og borðar hann. Hve margir eru þá eftir? Nemandinn: Hvað meinarðu? Hvað margar systur? Kenn.: Ég var ekki að tala um þær. Hve margir bananar væru þá eftir? Nem.: Við kaupum aldrei banana svo að það eru engir bananar til heima hjá mér. Kenn.: Við erum nú bara að hugsa okk- ur að þetta séu bananar hérna á borðinu. Nem.: (Tekur upp blýant og skoðar hann. Verður niðurlútur og segir svo) Það væru þá engir raunverulegir banan- ar. Kenn.: Nei. Nem.: (Stingur blýantsendanum upp í sig) Það væri þá heldur ekki hægt að borða þá. Kenn.: Auðvitað væri það ekki hægt. Nem.: En væri þá hægt að taka af þeim hýðið og og sneiða þá niður? Kenn.: (Óþolinmóður) Nei, nei. Þetta eru alls ekki bananar. Nem.: Nú.ú, þá eru auðvitað engir bananar á borðinu. Kenn.: Heyrðu nú, leggðu frá þér blý- antinn og hættu að naga hann. Svo bara hugsum við okkur að það séu þrír ban- anar á borðinu. Nem.: (Leggur frá sér blýantinn og horfir ofan í borðið) Já, hvað svo? Kenn.: Svo kemur hún systir þín og borðar einn þeirra og fer svo út. Nem.: Þú heldur það. Hún færi nú ekk- ert út fyrr en hún væri búin með alla bananana. Þú veist víst ekkert hvernig hún er. Henni þykja bananar svo góðir. Kenn.: Já, en hún færi nú samt út því að hún mamma ykkar væri inni og passaði það. Nem.: Hún mamma? Hún fór nú suður um daginn og kemur ekki aftur fyrr en með rútunni á morgun. Kenn.: (Orðinn reiður og segir hörku- lega) Nú ætla ég að spyrja þig í síðasta sinn sömu spurningarinnar. Ef þú svarar ekki rétt þá verður þú að sitja eftir. Ef þrír bananar eru á borðinu og systir þín borðar einn, hvað eru þá margir eftir? Nem.: Auðvitað enginn, ég tæki sjálf(ur) hina. Ama Þóra Káradóttir, Blöndubakka 7,109 Reykjavík. Stelpur 9-11 ára. Er sjálf 10 ára. Áhugamál: Skíði, sund, hestar, hundar og hamstrar. Agnes Ásta Woodhead, Garðbraut 16, 250 Garði. 13-16 ára. Er sjálf 13 ára. Áhugamál mörg. Svarar öllum bréfum. Danival Þórarinsson, Mávabraut lOd, 230 Keflavík. 11-12 ára. Er sjálfur 11 ára. Áhugamál: Körfu- bolti, knattspyrna og tónlist. Sigrún María Ámadóttir, Brautar- holti 10, 400 ísafirði. 15-17 ára. Er sjálf 16 ára. Áhugamál: Dýr, pennavinir, íþróttir og tónlist. Birkir Rútsson, Borgarholtsbraut 46, 200 Kópavogi. 12-15 ára. Er sjálf- ur 13 ára. Áhugamál: Dýr, hestar, skíði og billjarður. Væntanlegir pennavinir mega helst ekki búa á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Berglind Snæland, Reykjafold 8, 112 Reykjavík. 11-13 ára. Er sjálf 12 ára. Áhugamál: Hestar, karate, sætir strákar, föt og tónlist. Sam Jones, 196 Cable Street, Stepney, London EI OBL. Er 14 ára og langar að skrifast á við 13-15 ára stúlku. Áhugamál: List- ir, bréfaskriftir og að kynnast fólki af ýmsu þjóðerni - ekki síst íslensku; ennfremur dægurtónlist. Eftirlætisíþróttagreinar eru knatt- spyrna og handknattleikur. Astrid Magnan,, Baie Lazare, Dame Le Roi, Mahé, Seychelles. Er 15 ára og vill skrifast á við 13-19 ára. Áhugamál: íþróttir og dans, lest- ur, bréfaskriftir og að kynnast fólki. Skrifar frönsku, ensku og kreólísku. Bente Irene Ödegárd, 2654 Fauk- stad, Norge. 15-18 ára. Er 16 ára. Áhugamál: Dans (ballett), tónlist, tungumál, ferðalög, bréfaskriftir og lestur, blak, að kynnast fólki, dýr, skemmtanir o.m.fl.! Biður um að mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Allir fá svar sem skrifa á ensku eða norsku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.