Æskan - 01.01.1988, Blaðsíða 28
Frá lesendum
I
reikningstímanum
Klúkuskóli á Ströndum
Kennarinn: Við hugsum okkur að það
séu þrír bananar hérna á borðinu. Systir
þín kemur og tekur einn og borðar hann.
Hve margir eru þá eftir?
Nemandinn: Hvað meinarðu? Hvað
margar systur?
Kenn.: Ég var ekki að tala um þær. Hve
margir bananar væru þá eftir?
Nem.: Við kaupum aldrei banana svo að
það eru engir bananar til heima hjá mér.
Kenn.: Við erum nú bara að hugsa okk-
ur að þetta séu bananar hérna á borðinu.
Nem.: (Tekur upp blýant og skoðar
hann. Verður niðurlútur og segir svo)
Það væru þá engir raunverulegir banan-
ar.
Kenn.: Nei.
Nem.: (Stingur blýantsendanum upp í
sig) Það væri þá heldur ekki hægt að
borða þá.
Kenn.: Auðvitað væri það ekki hægt.
Nem.: En væri þá hægt að taka af þeim
hýðið og og sneiða þá niður?
Kenn.: (Óþolinmóður) Nei, nei. Þetta
eru alls ekki bananar.
Nem.: Nú.ú, þá eru auðvitað engir
bananar á borðinu.
Kenn.: Heyrðu nú, leggðu frá þér blý-
antinn og hættu að naga hann. Svo bara
hugsum við okkur að það séu þrír ban-
anar á borðinu.
Nem.: (Leggur frá sér blýantinn og
horfir ofan í borðið) Já, hvað svo?
Kenn.: Svo kemur hún systir þín og
borðar einn þeirra og fer svo út.
Nem.: Þú heldur það. Hún færi nú ekk-
ert út fyrr en hún væri búin með alla
bananana. Þú veist víst ekkert hvernig
hún er. Henni þykja bananar svo góðir.
Kenn.: Já, en hún færi nú samt út því að
hún mamma ykkar væri inni og passaði
það.
Nem.: Hún mamma? Hún fór nú suður
um daginn og kemur ekki aftur fyrr en
með rútunni á morgun.
Kenn.: (Orðinn reiður og segir hörku-
lega) Nú ætla ég að spyrja þig í síðasta
sinn sömu spurningarinnar. Ef þú svarar
ekki rétt þá verður þú að sitja eftir. Ef
þrír bananar eru á borðinu og systir þín
borðar einn, hvað eru þá margir eftir?
Nem.: Auðvitað enginn, ég tæki sjálf(ur)
hina.
Ama Þóra Káradóttir, Blöndubakka
7,109 Reykjavík. Stelpur 9-11 ára.
Er sjálf 10 ára. Áhugamál: Skíði,
sund, hestar, hundar og hamstrar.
Agnes Ásta Woodhead, Garðbraut
16, 250 Garði. 13-16 ára. Er sjálf
13 ára. Áhugamál mörg. Svarar
öllum bréfum.
Danival Þórarinsson, Mávabraut
lOd, 230 Keflavík. 11-12 ára. Er
sjálfur 11 ára. Áhugamál: Körfu-
bolti, knattspyrna og tónlist.
Sigrún María Ámadóttir, Brautar-
holti 10, 400 ísafirði. 15-17 ára. Er
sjálf 16 ára. Áhugamál: Dýr,
pennavinir, íþróttir og tónlist.
Birkir Rútsson, Borgarholtsbraut 46,
200 Kópavogi. 12-15 ára. Er sjálf-
ur 13 ára. Áhugamál: Dýr, hestar,
skíði og billjarður. Væntanlegir
pennavinir mega helst ekki búa á
Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Berglind Snæland, Reykjafold 8, 112
Reykjavík. 11-13 ára. Er sjálf 12
ára. Áhugamál: Hestar, karate,
sætir strákar, föt og tónlist.
Sam Jones, 196 Cable Street,
Stepney, London EI OBL. Er 14
ára og langar að skrifast á við
13-15 ára stúlku. Áhugamál: List-
ir, bréfaskriftir og að kynnast
fólki af ýmsu þjóðerni - ekki síst
íslensku; ennfremur dægurtónlist.
Eftirlætisíþróttagreinar eru knatt-
spyrna og handknattleikur.
Astrid Magnan,, Baie Lazare, Dame
Le Roi, Mahé, Seychelles. Er 15
ára og vill skrifast á við 13-19 ára.
Áhugamál: íþróttir og dans, lest-
ur, bréfaskriftir og að kynnast
fólki. Skrifar frönsku, ensku og
kreólísku.
Bente Irene Ödegárd, 2654 Fauk-
stad, Norge. 15-18 ára. Er 16 ára.
Áhugamál: Dans (ballett), tónlist,
tungumál, ferðalög, bréfaskriftir
og lestur, blak, að kynnast fólki,
dýr, skemmtanir o.m.fl.! Biður
um að mynd fylgi fyrsta bréfi ef
hægt er. Allir fá svar sem skrifa á
ensku eða norsku.