Æskan - 01.01.1988, Blaðsíða 10
arstörfm. Anna Margrét segir að
sýningastelpur, sem eru í fullu starfi er-
lendis, þurfí að leggja mikið á sig til að
standa í stykkinu. Samkeppnin er hörð
því að hundruð stúlkna fýsir að komast í
hvert starf sem losnar. Hún ráðleggur
stelpum sem hafa mikinn áhuga á sýn-
ingarstörfum hérlendis að gefa kost á sér
í keppni á borð við Elite. Það sé ágætt að
byrja þar. Allar stelpur mega senda
mynd af sér og freista þess að komast í
sjálfa úrslitakeppnina. Hér á landi er aft-
ur á móti ekki hægt að lifa af fyrirsætu-
störfum, aðeins hægt að hafa þau aðauka-
staríi.
En hefur orðið breyting á högum
Önnu Margrétar eftir glæsilegan árangur
í Ungfrú heimur (Miss World) keppn-
inni?
„Nei, fremur lítil,“ svarar hún. „Ég
fmn helst fyrir því að fólk hafi mig undir
smásjá. Ég veit að margir velta fyrir sér
klæðnaði mínum og mörgum finnst
skrýtið að sjá mig í gallabuxum. Vinir
mínir hvísla ýmsu að mér sem fólk er að
slúðra úti í bæ. Ég veit líka að sumum
finnst hallærislegt að ég skuli aka um
á gömlum skóda. Nei, það verður enginn
milli á því að verða ungfrú ísland! En
skódinn kemst leiðar sinnar og það er
fyrir öllu.“
- Reynirðu nokkuð að ganga í augun
á fólki?
„Nei, ég reyni að vera sjálfri mér sam-
kvæm, haga mér eins og mér sjálfri líkar
best. Ég er ákveðin í að koma heilbrigð
út úr umstanginu sem fylgir því að vera
fegurðardrottning. Það er mikið álag á
fegurðardrottningum. Þess vegna er ég á
móti því að stúlkur undir tvítugu taki
þátt í fegurðarsamkeppni. Persónuleik-
inn þarf að vera nokkuð mótaður. Það
þarf að hafa bein í nefinu til að standast
ýmsar freistingar og vitleysu.“
- Hefurðu fengið mikil viðbrögð frá
krökkum eftir að þú hrepptir 3. sætið?
„Já, stelpur á aldrinum 10-13 ára hafa
hringt mikið til mín eða skrifað. Ein 9
ára úr Árbænum hringdi og fannst ég
eiga skilið að verða í 2. sæti en ungfrú
Venezúela í 1. sæti. Stelpurnar hafa verið
að biðja mig um myndir og eiginhandar-
áritun. Strákarnir eru aftur á móti feimn-
ir og láta sér nægja að kalla á eftir mér á
götu. Þeir spyrja hvort ég sé ekki þessi
fegurðardrottning! “
Gm loftin blá ■
Anna Margrét hefur, eins og kom
fram í upphafi viðtalsins, starfað sem
flugfreyja í rúmt ár. Hún er sex vikur í
senn í millilandaflugi, eina viku í innan-
landsflugi en á svo vikufrí. Mest hefur
hún flogið til þriggja landa á einum degi.
Þegar hún sótti um starfið voru mörg
hundruð umsækjendur en aðeins 18
ráðnir. Henni kom í hug að gaman væri
að prófa að sækja um og datt í lukkupott-
inn. Hún segir að starfið bjóði upp á
mikla fjölbreytni og í því kynnist hún
öðrum þjóðum. Það eina, sem henni
finnst þreytandi, er að venjast tímamis-
muninum. Til dæmis er fimm klukku-
stunda munur á Flórída og Reykjavík.
Það ruglar öllum svefnvenjum.
- Finnurðu aldrei fyrir flughræðslu?
„Nei, aldrei.“
- Hvernig er að vera flugfreyja þegar
farþegarnir verða æfir vegna seinkunar
eða af öðrum ástæðum?
„Það mæðir margt á flugfreyjum þó að
þær geti ekki gert að því þegar áætlun
seinkar. Við tökum öllum kvörtunum
með jafnaðargeði því að við vitum að
þeim er ekki beint gegn okkur heldur
flugfélaginu. Ég hef farið á svokallað já-
kvæðni-námskeið og það hefur hjálpað
mér heilmikið til að skilja farþegana og
átta mig á því hvernig ég á að bregðast
við reiði þeirra.“
Sextán ára á föstu ■
- Segðu okkur frá kærastanum þín-
um?
„Hann heitir Árni Harðarson og er á
fyrsta ári í lögfræði. Við höfum verið
saman frá 16 ára aldri, - reyndar með
nokkrum hléum. Við kynntumst í Fella-
helli. Ég sá hann fyrst þegar við vorum
12 ára. Segja má að það hafi verið ást við
fvrstu sýn því að ég hreifst strax af hon-
um. Við eigum núna heima í leiguhús-
næði á Seltjarnarnesi og búskapurinn
gengur vel. Það ríkir algert jafnrétti á
heimilinu. Við eldum og þrífum til skipt-
- Sumir hafa litla trú á æskuástarsam-
böndum. Hvað segirðu um það?
„Ég hef einmitt oft fengið að heyra að
ungt fólk í ástarsambandi glati æsku
sinni. Ég get ekki tekið undir það. Svo er
sagt að þannig sambönd séu dauðadæmd
fyrir fram. Það fer auðvitað eftir ein-
staklingunum sjálfum. Við Árni höfum,
eins og mörg önnur pör, reynt bæði sæld
og þraut og lært mikið. Við virðum hvort
annars áhugamál og eigum enn okkar
einkavini. Mörg ung pör gleyma að
leggja alúð við persónuleika sinn hvort í
sínu lagi og það stefnir samböndum oft í
voða. Bæði eiga rétt á að sinna áhugamál-
um sínum og bæði verða að taka tillit til
hins ef áhugamálin eru ekki þau sömu.
Sambúð veltur fyrst og fremst á sam-
vinnu.“
- Áhugamál þín. Hver eru þau?
„Ég les mikið, er í líkamsrækt tvisvar
eða þrisvar í viku til að halda mér í þjálf-
un og mér þykir gaman að hitta fólk.“
- Að síðustu: Hvað um gagnrýni sem
fram hefur komið á fegurðarsamkeppni?
„Öll gagnrýni á rétt á sér. Sumir tala
um að fegurðarsamkeppni sé nokkurs
konar gripasýning og þeir um það. Það
er þeirra skoðun. Ég leyfi fólki að fjasa
um þessi mál ef því líður betur á eftir.
Mér finnst óþarfi að fólk sé með þau á
heilanum. Fegurðarsamkeppni er stað-
reynd og verður hvort sem mönnum lík-
ar betur eða verr,“ segir Anna Margrét
Jónsdóttur, fegurðardrottning íslands og
bronsverðlaunahafi í keppninni um Ung-