Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1988, Blaðsíða 9

Æskan - 01.01.1988, Blaðsíða 9
stelpur kepptu og því var ekki sjálfgefið að komast í hann. Það var svo enn ^nægjulegra og óvæntara þegar tilkynnt var að ég hefði einnig komist í 6 manna hóp- inn. Þá vissi ég reyndar að ég gæti ekki unnið keppnina því að búið var að kjósa fegurðardrottningar allra heimsálfanna °g ég var ekki þar á meðal. Aðeins stúlka, sem slíkan titil hefur hlotið, getur unnið. En að komast í 3. sæti var svo miklu meira en ég átti von á og þarf varla að lýsa þeirri ánægjutilfinningu sem greip mig þegar það var kunngert." - Hvað finnst þér um úrslitin? „Það kom skemmtilega á óvart að austurríska stelpan vann keppnina því að flestir bjuggust við að ungfrú Venezúela gerði það.“ - Hvað fékkstu í verðlaun? „Ég fékk bikar og 66 þúsund krónur. Sú sem var í öðru sæti fékk 300 þúsund kr. en sigurvegarinn 1.8 milljónir. Marg- ir hafa talað um að miðað við hvað kostar að halda svona keppni, sem sjónvarpað er út um allan heim, hefðu verðlaunin átt að vera hærri.“ Anna Margrét kveðst hafa tekið keppnina hæfilega alvarlega, hún hafi að- eins fundið fyrir streitu í stutta stund þegar viðtal var tekið við hana. Hugsun- tn fór á fleygiferð þegar spurt var um ísland því að hún vissi að hún yrði að koma skilmerkilegu svari frá sér á nokkr- um sekúndum. Hún segist lítið sem ekk- ert hafa hugsað um sjónvarpsvélarnar, hugurinn hafi aðeins verið bundinn því sem var að gerast á sviðinu. Góð stemmning var í Albertshöll þar sem keppnin fór fram. Anna Margrét kynntist mörgum stúlk- um í keppninni. Þær stríddu henni á því að íslendingar byggju í snjóhúsum og þjóðbúningur þeirra væri fiskimanna- þjóðbúningur. „Það verður bara að segjast eins og er að þjóðbúningur okkar er hallærislegur," æskan „Ákveðin í að koma heilbrigð út úr þessu öllu, segir Anna Margrét. „Hann þyrfti að vera meira í takt við tímann. Fleiri en ég eru á þeirri skoðun.“ - Hvernig fannst þér íslensk blöð fjalla um keppnina? „Fyrir keppni fannst mér þau vænta of mikils af mér. Óþægilegt var að hugsa þá hugsun til enda að ef til vill kæmist ég ekki í 12 manna hópinn og margir yrðu fyrir vonbrigðum. Mér finnst rangt af blaðamönnum að gera ráð fyrir of miklu í slíkri keppni. Dómnefnd í fegurðarsam- keppni hefur í hendi sér hverjir komast í segir Anna Margrét m.a. í viðtaiinu. undanúrslit. Vandasamt er að gera upp á milli 78 fallegra stelpna og má engu muna í stigagjöf til að maður heltist úr lestinni. - Rétt er að bæta við að umfjöll- un íslenskra fjölmiðla um keppnina hef- ur að öðru leyti verið góð.“ - Hefurðu fengið tilboð eftir keppn- ina? „Já, eitt frá fyrirsætuskrifstofu í Lundúnum. Mér fannst það ekki vera nógu gott til að ég færi að rífa mig upp og setjast að erlendis.“ Við höldum áfram að tala um sýning- 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.