Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1988, Blaðsíða 6

Æskan - 01.01.1988, Blaðsíða 6
Verðlaunasagan í smásagnasamkeppninni eftir „Daddi! Daddi! Vaknaðu“. Ég opnaði augun. „Daddi! Veistu hvað? Við erum að fara að kaupa okkur hund,“ öskraði litli bróðir minn sem stóð við rúmið mitt, barði í hausinn á mér og hoppaði og skoppaði af eftirvæntingu. „Ókei, ókei. Slappaðu af. Ég er að koma,“ muldraði ég og reis upp ringlað- ur eftir að hafa vaknað svona óskemmti- lega. Bróðir minn hélt áfram að hoppa og skoppa við hliðina á mér og brosið náði milli eyrnanna á honum. „Hvaða dagur er í dag, Biggi?“ spurði ég hás. „Laugardagur,“ svaraði hann. Allt í einu mundi ég af hverju hann var svona æstur. Við áttum að ná í hvolp- inn. Ég spratt upp. Ég var alveg eins æstur, greip þau föt sem voru mér næst, hentist út úr herberginu og klæddi mig í bux- urnar um leið. Þetta var dásamlegur dag- ur. Draumur minn ætlaði að rætast. Mig hafði alltaf dreymt um að eignast hund. Mömmu, pabba og Bigga hafði líka dreymt um það. Við höfðum bara aldrei húsnæði til þess en loks kom að því að við keyptum húsnæði þar sem hundur varð ekkert vandamál. Við biðum með að fá okkur hund þar til prófum var lok- ið hjá mér um vorið. Ég var 12 ára, sem sé í 6. bekk. Hinn langþráði dagur rann upp. Ég var í sæluvímu. Ég fór fram á klósett að gera morgunverkin. Síðan dansaði ég að hjónaherberginu og söng „Popplag í G- dúr“. „Ræs and sjæn,“ gaulaði ég og kippti sænginni af mömmu og pabba. „Æi, hvaða læti eru þetta eiginlega,“ sagði mamma og breiddi aftur yfir sig. Hún leit út eins og úlfamaðurinn, með bólgið andlit og brúnt hárið úfið eins og hanakamb út í loftið. „Fyrirgefðu,“ muldraði ég og fór út. Allt í einu skildi ég hvers vegna mamma var svona örg. Klukkan var bara 8. Þau vöknuðu ekki fyrr en eftir þrjá klukku- tíma en þangað til horfðum við bróðir minn bara á sjónvarpið. Við fórum svo loksins af stað eftir hádegismatinn. Þetta var lítið raðhús rétt hjá sund- laugunum í Laugardal. Það var gult með grænu þaki með skellum á ýmsum stöð- um. Pabbi hringdi bjöllunni og skeggjað- ur maður kom til dyra. „Já, gangið í bæinn,“ sagði hann og tók í höndina á okkur öllum. Við fórum öll inn í eldhús. Á gólfinu var stór kassi, ýlfrandi og geltandi. Tvær stelpur á aldrinum 13-15 ára sátu við eldhúsborðið og héldu hvor á sínum hvolpinum. Þetta voru svartir Labrador- hvolpar, æðislega fallegir. Ég heilsaði stelpununum lauslega og teygði mig yfir kassann. Niðri í honum voru fjórir hvolpar. Allt í einu kom mamma hvolp- anna spólandi inn og fylgdist vel með hverri hreyfmgu okkar. Ég vorkenndi henni dálítið að hún skyldi þurfa að missa litlu greyin. Pabbi og húsráðandi töluðu lengi sam- an en svo hættu þeir loks og við völdum einn karlkynshvolp. Konan hafði farið fram með tíkina á meðan. Við kvöddum, þökkuðum fyrir okkur og fórum heim. Hann var dálítið hræddur í byrjun en vandist okkur fljótlega. Við höfðum tek- ið með okkur kassa sem hann átti að sofa í. Það voru dagblöð í botninum og ullar- teppi ofan á. Hann virtist kunna vel við sig í kassanum. Þegar við komum heim fórum við með rúmið hans inn í þvottahús. Bróðir minn fékk að halda á honum inn og gerði það mjög varlega. Hann ljómaði af gleði. Við sátum svo bræðurnir fyrir framan hann og horfðum á hann eins og dáleiddir. Hann var dálítið hissa fyrst en fór svo að vappa um íbúðina. Ég gleymi því aldrei þegar hann sleikti fyrst á mér tærnar. Ég engdist sundur og saman af hlátri en hann lygndi aftur aug- unum af ánægju. Honum fannst bragðið greinilega gotl! Stuttu eftir að ég fékk hann vaknaði ég einn laugardagsmorguninn alveg eld- hress og fór beinustu leið fram til að heilsa upp á litla greyið. Kassinn hans var tómur. Ég leitaði að honum um allt og fann hann í eldhúsinu að eta epli. Honum hafði þá tekist að opna ísskápinn en hann átti í dálitlum vandræðum því að alltaf þegar hann ætlaði að fá sér bita valt eplið frá honum. Ég lék mér við hann alla daga. Hann var auðvitað mjög lítill og ekki mátti þreyta hann mikið. Ég labbaði með hann út um allt. Best fannst mér að hafa hann innan undir úlpunni minni en hann stakk hausnum upp úr. Já, það var ynd- islegt að lifa! Tíminn leið og allt í einu var hann orð- inn nægilega stór til að fara út að hlaupa með mér. Við fórum oft í kringum hverf- ið en yfirleitt út á auðan grasblett og fór- um í kapp og eltingaleik. Ég fór að reyna að þjálfa hann til að sækja hluti í hvert sinn sem við fórum út á tún. Það skemmtilegasta sem hann gerði, var að leika sér í vatni. Hann hamaðist og ég varð svo blautur að það hefði engu munað þó að ég hefði farið út í með hon- um. Fyrst í stað fór hann bara í bað en þegar hann var orðinn nægilega stór fór ég með hann niður að á og þar undi hann sér vel við að synda á eftir spýtum sem ég henti út í. Þegar hann var þriggja mánaða skírð- um við hann Tobías. Ég átti hugmynd- ina að því. Á kvöldin þegar leiðinlegt var í sjónvarpinu fórum við oft út að hjóla eða niður að á. Við fórum oft í langa hjólatúra upp í sveit eða um borgina og ÆSKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.