Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1988, Síða 33

Æskan - 01.01.1988, Síða 33
Sögulok Svenni og Agnes horfa á popptónleika í sjónvarpinu heima hjá systur hennar og stinga inn'orði og orði sem tengist popp- Urunum og lögum þeirra. Börnin tvö sem Agnes er að passa eru fyrir löngu sofnuð. Þegar popptónleikunum er lokið slekkur hún á sjónvarpinu og lætur plötu á fóninn. Svo sest hún aftur og situr nær Svenna en áður. - Ég kann ofsalega vel við þig, segir hún upp úr þurru eftir að hvorugt hefur sagt orð í stutta stund. - Sömuleiðis, segir hann og þau horf- ast í augu. - Þú ert skemmtilegur strákur. - Þú ert líka skemmtileg. - Finnst þér ekki sniðugt að hugsa til þess hvernig við kynntumst. í gegnum pennavinadálk Æskunnar! - Raunar hefði ég aldrei skrifað þér ef ég hefði ekki verið búin að sjá þig áður. En pennavinadálkurinn gerði gæfumun- inn. Hún horfír á hann með glettni í aug- unum. Honum fínnst hún ómótstæðileg. Hún er svo falleg. - Þér hefur sem sé litist svona vel á mig, segir hún og brosir stríðnislega. Hann lítur undan og ræskir sig. - Mér fannst þú ekkert afleit. Svo hlæja þau bæði. - Mér fannst þú ekki heldur afleitur. Ef svo hefði verið hefði ég ekki komið í afmælið í kvöld. Honum finnst þessi orð næstum því jafnast á við ástarjátningu. Hann fínnur að þau eru á réttri leið. Það vantar bara herslumuninn. Agnes býður kók og súkkulaði og stendur upp til að ná í það. Skemmtileg tónlistin frá plötuspilaranum flæðir um huga Svenna á meðan og hann nýtur þess að vera til. Hann er allt í einu orð- inn svo öruggur með sig. rrnfif Agnes kemur með góðgætið og sest aftur hjá honum. - Heyrðu, segir hún litlu seinna og horfir á hann eins og hún ætli að biðja um eitthvað. - Hvað? Hann sperrir eyrun og bíður spenntur. - Viltu að við byrjum saman? Hann fær kökk í hálsinn. Hann átti ekki von á að hún yrði svona hreinskilin. Honum finnst hann vera að dreyma. - Ef þú getur hugsað þér það, svarar hann og vonar að hún heyri ekki hvað hann er skjálfraddaður. Þau horfast í augu stutta stund og hann finnur hvernig svitinn lekur undan höndunum. - Eigum við að kyssast til að staðfesta það? spyr hún, lokar augunum, setur stút á munninn og stefnir á varir hans. Þau kyssast stutta stund og innsigla þannig vináttuna. Hann er í níunda himni. Þau eru byrjuð saman, Agnes og Svenni. Það hljómar ekki sem verst. Þegar Svenni er á leið í strætó heim til Dodda um miðnættið er hann í sælu- vímu. Draumur hans rættist. Hann hef- ur krækt í sætustu stelpuna í borginni. Hvað þeir mega öfunda hann á Skagan- um! Hann ætlar að biðja pabba sinn og mömmu um að flytjast til Reykjavíkur svo að hann geti verið sem næst henni. Ef ekki - er ekki loku fyrir það skotið að hann sigli daglega á milli með Akraborg- inni og stundi nám í Álftamýrarskóla, þeim sem hún er í. Þau töluðu um að hittast um hverja helgi héðan í frá, annað hvort í bænum eða uppi á Skaga. Kannski verður það ekki nóg fyrir hann. Þegar Svenni kemur úr strætó fyrir framan húsið sem Doddi á heima í tekur hann eftir því hvað himinninn er stjörnubjartur og fallegur. Hann blínir á stjörnurnar í von um að sjá einhverja þeirra hrapa. Hann hefur heyrt að þá geti hann óskað sér einhvers og það ræt- ist! Nei, ekkert stjörnuhrap, ekki núna. Jæja, það hefur nógu mikið ræst í kvöld, hugsar hann glaður með sér. Svo stingur hann sér inn úr dyrunum til að tilkynna Dodda að þau Agnes séu óformlega trúlofuð. Sá skal fá að verða undrandi yfir frétt- unum! Og það á sjálfum afmælisdegin- um hans. ~~

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.