Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1988, Qupperneq 40

Æskan - 01.01.1988, Qupperneq 40
Æfír í 960 Idukkustundir á íþróttir Viðtal við Hlín Bjamadóttur Hlín Bjarnadóttir, Jjórfaldur íslands- meistari kvenna í Jimleikum 1987, er í sviðsljósi íþróttaþáttarins að þessu sinni. Hún er 16 ára Kópavogsbúi, Jædd 1. apríl 1971 (ekki 1. apríl gabb!) og stundar nám í Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Hlín hejur æjt Jimleika í 10 ár sem er sannarlega ekki lítill tími miðað við aldur hennar. Hún æjir með Gerplu. „Ég æfí fímm sinnum í viku,“ sagði Hlín þegar við röbbuðum við hana fyrir nokkru. „Ég æfi síðdegis alla virka daga nema mánudaga og svo á laugardags- morgnum kl. 11. Æfingarnar fara þannig fram að við hitum vel upp og förum í þrekþjálfun í rúman hálftíma. Síðan byrjum við að æfa á áhöldum. Æfingarn- ar standa í 3-4 tíma. Þeim lýkur alltaf með þrekþjálfun. Þó að æfingarnar séu ólíkar innbyrðis þykja mér þær allar skemmtilegar. Ég fæ aldrei leið á fím- leikunum. Það eina sem mér finnst hvimleitt við þessa íþrótt er þegar maður meiðir sig. Meiðslin geta orðið svo þrálát og háð manni talsvert. Ekki þarf mikið að koma upp á svo að maður meiði sig. T.d. er nóg að lenda illa á harðri dýnu. Einu sinni varð ég fyrir því óhappi að reka hnéð í augað. Ég fékk glóðarauga og nefið bólgnaði mikið.“ Hlín segir að í meistaraflokki kvenna hjá Gerplu séu þær sex. Valdimar Karls- son og Kristín Gísladóttir, fyrrverandi íslandsmeistari, æfa þær. Hlín segir að þau séu mjög góðir þjálfarar. „íslenskt fimleikafólk er langt á eftir öðrum þjóðum. Hér vantar tilfinnanlega gryfjur í sali. Það fer mikill tími í og er ákaflega þreytandi fyrir okkur sem æfum þessa íþrótt að þurfa sjálf að draga áhöld- in út úr geymslunum og stilla þeim upp. Satt að segja er það hundleiðinlegt og æf- ingatíminn verður lengri fyrir vikið. Við höfum nokkrum sinnum farið til útlanda til að æfa þar, t.d. til V-Þýskalands og Svíþjóðar, - og þvílíkur munur að ganga þar beint að áhöldunum.“ Hlín hefur farið 8-9 sinnum utan til að keppa á mótum, m.a. á Evrópumótum. Henni þykir miklu streituminna að keppa erlendis heldur en hér heima. Svo dregur ekki úr ánægjunni að henni þykir gaman að ferðast. - Verðurðu aldrei kvíðin fyrir keppni? spyrjum við næst. „Jú, það er stundum taugatitringur í mér. Annars er bannað að vera hræddur í fimleikum. Kvíðinn er reyndar fljótur að hverfa þegar við byrjum að gera æf- ingarnar því að þá er ekki hægt að hugsa um neitt annað.“ Hlín á tvær yngri systur, 13 og 3ja ára. Hefur sú eldri ekkert verið í fimleik- um? „Jú, hún byrjaði að æfa 6 eða 7 ára en hætti 12 ára,“ svarar hún. „Hún fékk einfaldlega leið á æfingunum.“ - Kanntu skýringu á því af hverju strákar hafa ekki eins mikinn áhuga á fimleikum og stelpur? „Það er erfitt að nefna einhverja eina skýringu. Þeir virðast miklu frekar vilja verja tíma sínum í fótbolta og aðrar hóp- íþróttir. Kannski finnst þeim fimleikar vera frekar sniðnir fyrir kvenfólk.“ Þarf að bæta aðstöðuna Þrír keppendur frá Gerplu tylltu sér í þrjú efstu sætin í kvennaflokki á íslands- meistaramótinu í fyrra. Hlín segir að það hafi í raun ekki komið sér mikið á óvart að sigra því að þær séu nokkrar stelpurn- 40 ÆSKAN

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.