Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.03.1988, Qupperneq 15

Æskan - 01.03.1988, Qupperneq 15
VIS5IR ÞÚ...? • • ■ að platan „Cold Sweat“ með Sykurmolunum komst í 29. sætið á breska skallapopplistanum og hefur jafnframt setið í 1. sæti óháða Mstans vikum saman. Um þessar mundir ®tti salan á plötunni að vera komin eitthvað á annað hundrað þúsundið. . . . að hlustendur Bylgjunnar völdu 100 bestu íslensk lög aUra tíma um mánaðamótin febrúar/mars. Efst á blaði í þessu vali urðu: 1. „Aldrei fór ég suður“ með Bubba. 2. „Popplag í G-dúr“ með Valgeiri og Stuðmönnum. 3. „Týnda kynslóðin" með Bjart- mari. 4. „Horfðu á björtu hliðarnar“ með Stormskerí. 5. „Manstu“ með Bubba. Rokkkóngurinn átti reyndar ekki bara besta og fimmta besta lagið heldur átti hann 14 lög af þeim 100 sem voru valin bestu íslensku lögin og má því kallast margfaldur sigur- vegari. En allt eru þetta nýleg lög - og þátttakendur ljóslega þeir sem hlusta á dægurflugurnar. Val sem þetta er ekki marktækt um „bestu íslensk lög aUra tíma“. . . . . . að fönkrokksveitin Frakkamir hefur verið endurreist eftir nokkurra ára hlé. Nýju Frakkana skipa gítar- leikararnir og söngvararnir, Mike Pollock (áður með Utangarðsmönn- um, Das Kapítal og De Vunderfoolz) og Björgvin Gíslason (áður með Nátt- úru, Pelican og Das Kapítal), bassa- leikarinn Þorleifur Guðjónsson (áður með Egói og MX-21); og Gunnar Erl- ingsson trymbill. • • • að trommarinn snjalh Chris Cutler, kunnur fyrir sniUdartakta með Henry Cow, Cassiber, Mike Oldfield og News From Babel, er nú sestur í trommustólinn hjá Pere Ubu, tví- vegis ^uar ______ ___ blöðum. Hún hefur hvarvetna fengið miög góða íiíd u-c hafi ' ° 6™« uuuia, wg pu uuu nun ekki náð inn á vinsældalista þá hefur bún selst í 85 þúsund eintökum víða 11111 heim. Meðal flytjenda á plötunni Mikki Pollock Dean, Megas, KukMð, H.Ö.H., Bubbi o.fl. . . . að platan „Goð“ með Svart-hvít- um draumi var á dögunum vaMn til umfjöUunar hjá gagnrýnendum breska poppblaðsins Melody Maker. Platan fékk bestu einkunn. Sérstak- lega þótti þeim MM-mönnum akkur í að heyra tríóið úr Kópavogi syngja söngtexta sína á íslensku. Töldu þeir það undirstrika sjálfstæði Draumsins gagnvart hinum öflugu markaðslög- málum. . . . að nýlega kom út í Bredandi veg- leg bók að nafni „The New Music Record Guide“. í bókinni er kynning á plötum helstu nýrokksveita heims, s.s. Depeche Mode, Eurythmics, Henry Cow, Housemartins, Los Lobos, Art Bears, New Order, Pet Shop Boys og Smiths. Það sem vakti undrun okkar við lestur bókarinnar er að íslenska Þursaflokknum og Þeysurum eru gerð skil í bókinni. Þursaflokkurinn er kynntur sem djass-rokksveit í anda Blood, Sweat & Tears með svoMtlum áhrifum frá Fall. Þeysararnir eru aftur á móti sagðir líkjast KiMing Joke, Fall og Resedents.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.