Æskan

Volume

Æskan - 01.03.1988, Page 25

Æskan - 01.03.1988, Page 25
§ rnissti næstum jafnvægið en það lag- sk1S]< ^btt ^8 8at haldið áfram að 0 ka hringinn. Þá var aðeins eitt a^nnatriði eftir. Það var að venjast því að f613 St^n meb ^ets^nu- Ástrún fór nú ara með mig í svokallað tamningar- $er.1 °g þar reið hún mér í alls konar Mér8f °8 beyg>ur “ í »áttur“ °S »ess“- fannst þetta allt mjög gaman og var I1,otUr að læra. - eg gleymdi að segja frá því þegar < 'ar járnaður. Það var einn daginn að okrn °g Baldur komu út í hesthús til ar og byrjuðu að taka upp á okkur SettUrna.°g tálga hófana slétta. Síðan var t skeifa á hvern fót og fest með þrem Urunu Þegar því var lokið var þrem nðu^11111 bætt r Bverja skeifu. Þau hög- k, . Pessu svona til þess að við yrðum jU. þrevtt í fótunum. méra Var frumtamnningunni lokið hjá C^ttr var a^etns a^ halda áfram að t\'o' ^strún og Baldur þjálfuðu okkur í 0 tuánuði en síðan fengum við öll frí. Uteð*11 SUmart^ var eg hafður í girðingu að bmörgUm hryssum. Þær komu víða etta var ágætt sumar. Ég stækkaði tuí'n1 °8 ^strun hélí áfram að koma til Hðið °? ^,aupa með mér. Þegar langt var fa a sumarið og flestar hryssurnar SVq ar Var ég vel í holdum og biksvartur st)arnan mín var mjög áberandi. --------------- Ég var ekki tekinn á hús fyrr en í nóv- ember. Þá var ég járnaður og mér kenndar gangtegundirnar og ýmiss kon- ar kurteisis-atriði, s.s. að hneigja mig og að standa kyrr hvort sem Ástrún var á baki eða stóð hjá mér. Ég mátti ekki heldur rykkja í beislið eða teygja höfuðið fram þegar hún reið mér. Ég varð alltaf að halda höfðinu reistu á tölti og nokkuð nærri hálsi. Á stökki varð ég að fara á fulla ferð strax og spyrna mér vel með afturfótunum. Á feti og brokki varð ég að teygja vel á og fara rösklega. Á skeið mátti ég ekki fara nema beðinn og ekki langt hvert sinn en hratt. Ykkur þykja þetta sjálfsagt strangar reglur en svo er ekki. Ef maður er já- kvæður og venur sig á að hlýða strax og vanda sig þá hefst þetta allt. Þegar ég var sex vetra keppti ég á fyrsta mótinu mínu og ég ætla að segja dálítið frá því. Við Lukkuláki vorum settir upp í kerru snemma morguns og okkur ekið á mótsstaðinn. Þar var okkur komið fyrir í húsi með mörgum öðrum graðhestum. Seinna um daginn komu svo Ástrún og Baldur og fóru að hita okkur upp fyrir sýninguna. Lukkuláki fór á undan mér í hringinn en við Ástrún biðum á meðan og fylgdumst með. Þegar kom að mér teymdi Ástrún mig á móts við dómpall- ana og þar hneigðum við okkur. Svo fór Ástrún á bak og ég fetaði af stað. Þegar ég skeiðaði eftir brautinni heyrðust mikil fagnaðarlæti en ég tók varla eftir því. Ástrún sneri mér síðan við og ég fór á hægu tölti að dómpöllunum og þar hneigðum við okkur. Síðar um daginn fengum við verðlaun. Ástrún fékk stóran bikar en ég fékk fallegt skraut á beislið mitt. Svona liðu árin. Ég var hjá hryssum á sumrin og í þjálfun á veturna og keppti á vorin. En nú eru synir mínir og dætur tekin við og ég held að þau sómi sér ágætlega í hringnum. Ég er í girðingu hjá Mónu og folaldinu okkar en Ástrún kemur enn þá og heilsar mér með kossi og handabandi þó að ég sé orðinn svona gamall. Ég segi sögu mína nú af því að ég veit ekki hve gamall ég verð. En þó svo fari að ég falli á morgun er ég ánægður hest- ur því að mér hefur liðið vel allt mitt líf og alltaf hefur verið hugsað vel um mig. Þetta reyndi ég svo að launa með því að vanda mig við að ná góðum árangri. Hafðu því mín orð í huga þegar þú ert að temja: Góð tamning - góður hestur. (Sagan hlaut aukaverðlaun í smásagnasamkeppni Æskunnar og Rásar 2 1987) ~25

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.