Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1988, Síða 28

Æskan - 01.03.1988, Síða 28
þjóðaráðstefnum að sambandið viður- kenndi þetta nána samstarf pilta og stúlkna í skátun á íslandi. Samstarfið Þegar litið er til baka og reynt að skyggna þetta rúmlega 40 ára samstarf er ljósara en fyrr réttmæti ákvörðunar aðal- fundar BÍS á Þingvöllum 1944. Þar voru framsýnir skátar að verki og framsýnar stúlkur sem að vissu leyti fórnuðu fímm ára gömlu landssambandi vegna sam- starfsins. Með ákvörðun um sameiningu tóku íslenskir skátar forystu á alþjóða- vettvangi. ísland var brautryðjandi, fyrsta landið í Evrópu með raunsæja og afdráttarlausa stefnumörkun í þessu mikilvæga máli. Eftir 40 ára samstarf heyrist engin rödd gagnrýna og má telja það besta mælikvarðann og raunhæfasta matið á gildi þess. Starf Bandalags TslensKra sháta Við sem starfað höfum með stjórn BlS spyrjum okkur oft: „Höfum við gengið til góðs?“ Það er eflaust annarra að dæma og svara en ljóst er að starf BÍS, stjórnar þess og nefnda, hefur jafnan markað stefnuna í skátun og verið miðstöð skáta- starfs í landinu. Þetta verður ljósara þeg- ar litið er yfír nöfn fulltrúa á skátaþing- um og þeirra sem setið hafa í bandalags- stjórn og nefndum hennar. Allt hafa það verið þaulreyndir skátar, fullir af áhuga, með mikla starfsþekkingu og trú á skáta- starfí að leiðarljósi. Það er svo um afmæli sem með áramót að þau fá okkur til að staldra við, líta um öxl, rifía upp liðna tíð og reyna að meta hvað hefur unnist og tapast, hvað hefur tekist og hvað mistekist. Sem slík eru afmæli gagnleg því að reynslan er rík af hugmyndum og atburðum, erfiðleikum og sigrum. Við erum furðulega oft að fást við sömu vandamál og fyrri kynslóð- ir, vandamál sem nýjar aðstæður hafa breytt eða örlítið fært í stílinn. Okkur koma svo ótrúlega oft í hug, ef til vill óafvitandi, gömul snjallræði, gamlar lausnir, gamlar hugmyndir, en nú fersk- ar og aðlaðandi. Það er í raun og sann- leika svo fátt nýtt og fátt er reynslunni fróðara. (Úr Skátaforingjanum. Benjamín Árnason skrifaði og tók saman) Tvö skátafélög hafa nýlega haldið hátíð- leg merkisafmæli. Einherji á ísafírði varð 60 ára 29. febrúar. Það var 15. afmælisdagur (!) þessa dugmikla félags sem er eitt það elsta á landinu og það sem starfað hefur lengst án þess að hlé yrði á. Félagar eru nú um 150 og af þeim eru 100 yngri en fimmtán ára. í félaginu eru ylfinga- og ljósálfasveitir, skátasveitir, dróttskáta- sveitir og auk þess rekkasveitir - en þær eru nú ekki í öðru félagi á landinu. Hjálparsveit starfar einnig innan félags- ins en víðast, ef ekki alls staðar, eru þær sjálfstæðar. Á ísafirði hefur löngum verið sérstakt kvenskátafélag, raunar í um 60 ár, og nefnist Valkyrjur. Starfið hefur legið niðri að undanförnu og síðustu fíögur ár- in hafa kvenskátar starfað innan Ein- herja. Á döfinni er að ganga formlega frá sameiningu á árinu. Haldið var upp á afmælið með glæsi- brag. Sunnudaginn 28. febrúar var varð- eldur í Skátaheimilinu og buðu ylfingar, ljósálfar og skátar foreldrum sínum að vera með og sitja kringum „eldinn“. Á mánudagskvöldið var sjálf afmælishátíð- in. Afmæliskaffi var drukkið í Skáta- heimilinu og var þar mjög fíölmennt. I tilefni afmælisins verður haldið veg- legt skátamót í Vatnsfirði á Barðaströnd dagana 10.-14. ágúst í sumar. Vænta má þess að margir mæti til mótsins og þegar hafa 30 finnskir skátar skráð sig til þatt' töku. Á Vestfiörðum hafa undanfarið að' eins starfað skátafélög í Bolungarvík oga ísafirði en í vetur voru stofnuð félög 3 Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði- Félagsforingi Einherja er Gísli Gunt1' laugsson. Skátafélagið Faxi í Vestmannaeyju111 efndi til myndarlegrar dagskrár dagalia 20.-28. febrúar í tilefni fimmtugsafm*llS sins. Laugardaginn 20. febrúar var opnn sýning í Skátaheimilinu og voru þanga° velkomnir allir skátar, velunnarar þeiú3 og aðrir gestir. Afmælisfagnaðurinn var að kvöldi þess dags. Á sunnudaginn var skátamessa og þar predikaði Ágúst Þot' steinsson, þáverandi skátahöfðingi- Áý mæliskvöldvaka fyrir alla skáta og geStl var mánudaginn 22. febrúar - á háu'ðlS' degi skáta; kvöldvaka fyrir 14 ára skata og eldri var á miðvikudegi; slík sam' koma fyrir tíu til þrettán ára var á föstU' dagskvöld en á laugardag var dagskra fyrir Smáfólk, 7-9 ára skáta. Sunnudag' inn 28. febrúar var afmælissýningin opin kl. 16-18 og þá lauk þessu mikla afmælis' haldi! Félagsforingi Faxa er Páll ZophóníaS' son.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.