Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1988, Side 29

Æskan - 01.03.1988, Side 29
Iðunn Steinsdóttir endursagði í gamla daga Þið Uitið öll að það er ekkijallegt að rífast og slást og segja Ijót orð hvert við annað. Ennþá verra er þó að óska hver öðrum ills. í gamla daga var slíkt kallað að heitast og menn trúðu að Þei-tingar gætu komiðjram í alvöru. Hér er ein saga um heitingar. Skálholti var áður fyrr ^kóli fyrir unga pilta. ar voru líka tvær stúlkur þær voru ekki að læra neldur vinna. P®r áttu að þvo fötin Piltunum °§ stoppa og staga eitthvað bilaði. að var kallað að þjóna. ^ær skiptu piltunum 1tvo hópa °§ þjónuðu hvor sínum hóp. ^inu sinni rétt fyrir jól purfti önnur þeirra út a Saekja eitthvað. eður var mjög slæmt, fíð og bylur. Hún þurfti að klæða sig vel en hafði ekkert við höndina og tók þess vegna hreinar nærbuxur af pilti sem hin stúlkan þjónaði. Hún klæddi sig í brækurnar og fór út. Hún varð bæði vot og óhrein af því að veðrið var svo vont. Þegar hún kom inn sagði hún hinni stúlkunni frá þessu og bað hana að reiðast ekki þó að hún hefði tekið brækurnar án þess að biðja um leyfi. En stúlkan varð öskureið og skammaði hana. Þær fóru að rífast og urðu reiðari og reiðari þangað til þær byrjuðu að heitast. Þá fór heldur illa. Þær byrjuðu báðar að sökkva niður í jörðina. Þegar skólapiltar komu að þeim var önnur sokkin upp að hnjám en hin upp í mitti. Piltarnir hlupu til og reyndu að draga þær upp. Þeim gekk vel að ná þeirri sem grynnra var sokkin en hin var alveg blýföst. Þá sagði hún: „Tíu toga að neðan, tólf toga að ofan og takið á betur, piltar.“ Þá toguðu þeir eins fast og þeir gátu og loks náðu þeir henni upp. *SKANs

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.