Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.03.1988, Qupperneq 31

Æskan - 01.03.1988, Qupperneq 31
^iltu ekki líta inn og prófa nýju kökurn- ar mínar? ~ Kökurnar, át Lárus upp eftir henni. v lsa °Pnaði dyrnar og Lárus rak höf- 1 forvitinn inn um gættina. Þarna J3tu Pfúðbúnar brúður við dúklagt borð -p01 Var drekkhlaðið moldarkökum. . ryggur gamli rak höfuðið líka forvitinn tnn um gættina. Lárus brosti afsakandi. ~ . S er nú eiginlega að flýta mér, .a® 1 hann. Ég á að sendast í mjólkur- • *na fyrir hana mömmu. Kannski að 8 nti inn seinna. ~ Allt í lagi, sagði Dísa og bjó til lokk í anttt hárið. Komdu bara þegar þú vilt. I arus °g Tryggur gengu kæruleysis- §a í burtu en þegar þeir nálguðust raugaskipið gættu þeir þess að taka ^fan krók fram hjá því. Lárus sá í hug- b,fm.eineygða skipstjórann þramma um 1 arið muldrandi einhver óskiljanleg r °^an í bringuna. , lc*úi var í mjólkurbúðinni og mændi sælgætið sem var til sýnis í litlum gler- u aP uPpi á afgreiðsluborðinu. Hann leit P þegar Lárus kom inn í búðina en i stðan strax aftur inn í draumaheim rU Lulaðikúlna og lakkrísröra. Lárus t afgreiðsiustúlkunni minnismiða sem í i° *r ^ans hafði látið hann hafa með sér 1 buðina. ^greiöslustúlkan var frænka Lárusar et Sesselja. Hún var rúmlega tvítug U h S^U’ ^<lst Lár og síhlæjandi augu. n antekningalaust gaf hún Lárusi eitt- gott þcgar hann kom í búðina. ~ Hvernig líður mömmu þinni? spurði un °g fór að tína til ýmislegt smádót , n t innkaupanet sem Lárus hafði °núð með. Er hún eitthvað skárri af v°úvabólgunni? ~ Ég held það, svaraði Lárus. _ ~ Én Lilla, systir þín? Er hún laus við ma8akveisuna? ~ ^8 held það, svaraði Lárus aftur. i . Usseha rétti honum innkaupanetið yf- t If3 ^ret^s^uhorðið og þegar hann hafði a móti því rétti hún honum einnig brúnan bréfpoka með nokkrum súkku- laðikúlum. Diddi skáskaut augunum á pokann. - Eigðu þetta, krúttið mitt, sagði Sess- elja og blikkaði Lárus. Skilaðu kveðju til hennar mömmu þinnar frá mér. Diddi elti Lárus út úr búðinni. Trygg- ur beið fyrir utan og dillaði rófunni þeg- ar þeir birtust. Hundum var ekki leyft að fara inn í búðina. Ekki einu sinni eins virðulegum hundi og Trygg gamla. - Á ekki að gefa manni? spurði Diddi og benti á sælgætispokann. Lárus opnaði pokann og rétti honum. Gráðugar hendur Didda grófu sig ofan í pokann. Tryggur reisti sig upp á aftur- fæturna og gelti. Lárus gaf honum af- ganginn af kúlunum. - Ég frétti svolítið áðan, sagði Lárus og gekk af stað heimleiðis, í áttina að húsinu sem söng í roki. - Hvað? spurði Diddi og elti. - Eineygði skipstjórinn er kominn á kreik. - Ha? - Hann hefur sést þrammandi fram og aftur um draugaskipið. - Ertu eitthvað verri? - Þetta er alveg satt. - Segir hver? Lárus þagði. Nú fór í verra. Diddi var útsmognari en hann hafði haldið. Ekki gat hann sagt frá samtali sínu við Dísu. Hann yrði að athlægi. Þá kæmust strák- arnir líka fljótlega að því að hann hafði litið inn í brúðuhúsið. Didda fannst þögnin grunsamleg. - Þú ert að búa þetta til, sagði hann og smjattaði á kúlunum. Lárus herti gönguna. Tryggur smjatt- aði á sínum kúlum. Húsið, sem sóng í roki, nálgaðist óðfluga. - Ég ætla að kanna þetta mál í kvöld, sagði hann. Ég ætla að fara að skipinu og vita hvort ég sé ekki drauginn. - Jæja, sagði Diddi efins. Honum var fullkunnugt um myrkfælni Lárusar. - Sjálfsagt fer ég bara einn. Ég býst ekki við að neinn sé nógu hugrakkur til að koma með mér. Diddi hugsaði stíft. Hann kærði sig ekki um að vera álitinn huglaus. - Ég kem með þér, sagði hann eftir langa umhugsun. Og kannski get ég fengið Nonna til að koma líka. Tryggur gelti eftir að hafa kyngt síð- ustu kúlunni og dillaði rófunni til merkis um að hann þægi fleiri kúlur. En kúl- urnar voru búnar og þegar hann áttaði sig á því að það var til einskis að vera með einhverjar hundakúnstir gekk hann brott leiður á svipinn. Mamma Lárusar kom gangandi á móti þeim. Hún var með köflótta svuntu um sig miðja og á öðrum handleggnum hékk Lilla litla organdi. - Það er mikið að þú kemur með þetta, sagði hún og hvessti augun á Lár- us. Ég er að verða of sein með matinn út af hangsinu í þér, drengur. Guð veit hvað verður úr þér þegar þú stækkar. Diddi fylgdist glottandi með en forð- aði sér í burtu þegar Lárus leit ógnandi til hans. - Þú kemur með mér heim, lagsmað- ur, sagði mamma Lárusar og hossaði Lillu til þess að sefa hana. - Til hvers? spurði Lárus. - Ég ætla að láta þig skræla kartöfl- urnar í refsingarskyni fyrir hangsið. Lárus horfði í brún augu móður sinn- ar í leit að undankomuleið en án árang- urs. - Ætti ég að segja henni frá draugn- um? hugsaði hann og elti hana að húsinu sem söng í roki. Ég hef sannarlega um alvarlegri hluti að hugsa en að skræla einhverjar kartöflur. Það er ekki á hverj- um degi sem maður hefur tækifæri til þess að sjá draug. Lárus var í svipinn búinn að gleyma því hvað hann var skelfilega myrkfælinn en eftir kvöldmatinn þegar hann var að hjálpa Stebba stórabróður við uppþvott- inn rifjaðist myrkfælnin upp fyrir hon- um. Eldhúsglugginn var að fyllast af myrkri. 31

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.