Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1988, Side 42

Æskan - 01.03.1988, Side 42
Afmælisdaguiinn eftir Signýju Magnúsdóttur 9 ára. Einu sinni var telpa sem hét Eva. Hún var 7 ára. Hún átti afmæli 5. maí. Nú var 3. maí. „Mamma, má ég halda upp á afmælið mitt á sunnudaginn klukkan þrjú?“ spurði Eva. „Já, en þá verður þú að taka til í herberginu þínu,“ sagði mamma hennar. „Það er eins og svínastía.“ „Já, já, það skal ég gera,“ sagði Eva. Svo fór Eva inn í herbergið sitt. Þar var allt á rúi og stúi og litli bróðir hennar var búinn að pissa á gólfið. Morguninn eftir bauð Eva vinum sínum í afmælið. Svo hjálpaði hún mömmu sinni að baka. Loksins rann afmælisdagurinn upp. Klukkan nákvæmlega þrjú var dyrabjöllunni hringt. Eva fór til dyra. „Til hamingju með afmælið,“ hrópuðu krakkarnir. Eva fékk margar og góðar gjafir. Hún blés á afmæliskertin og krakkarnir sungu „Hún á afmæli í dag“. Svo var farið í leiki. Allir skemmtu sér vel. Afmælið var búið klukkan 10 og þá kallaði mamma: „Gjörðu svo vel, Eva mín. Hér er afmælisgjöfln frá okkur.“ Hún rétti Evu stóran pakka. Þegar Eva var búin að taka upp pakkann kallaði hún: „En fallegt barbí-hús. Þakka ykkur fyrir, pabbi og mamma. Viltu hjálpa mér að setja það saman, mamma mín?“ „Já, þao skal ég gera,“ sagði mamma hennar. „En svo verður þú að fara að sofa.“ Þær settu húsið saman og síðan fór Eva að hátta. Morguninn eftir fór Eva í skólann og mamma hennar að vinna. Þegar kennslunni var lokið fóru Eva og vinkona hennar að leika sér að barbí-dúkkunum og húsinu. Það fannst þeim afar gaman. (Sagan hlaut aukaverðlaun í samásagnasani’ keppni Æskunnar og Rásar 2 1987)

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.