Æskan - 01.10.1988, Síða 12
Bjössi bolla, kappinn knái og kot-
roskni, varð Jimmtugur í sumar. 30.
júlí 1938 bar hann Jyrst Jyrir augu
JræncLsystkina okkar í Noregi - í
Norska barnablaðinu sem þá hajði
reyndar verið gejið út íjimmtíu ár. Það
er sannarlega við hæji að geta um stór-
ajmæli þessa góðvinar okkar Æsku-
Jólks.
Bjössi ber aldurinn ekki utan á sér!
Raunar hefur hann verið á að giska 12
ára um langa hríð. Og hann er sjálfum
sér líkur jafnt hið ytra sem innra. Rauðu
peysunni með svörtu doppunum hefur
hann jafnan klæðst nema þegar þörf hef-
ur verið á dulbúningi. Hann er þrekvax-
inn og þurftarmikill, uppátækjasamur og
ánægður með sig í meira lagi, ótrúlega
heppinn, þó að hrakfallabálkur sé, og
hittinn á bjargráð úr bráðum vanda
- sem fáir hefðu komið sér í aðrir en
hann. . .
Bjössi hefur þó ekki alltaf verið sá
sami. Framan af var hann fjögurra eða
Bjössi bolla 1938: Meirí graut!
12
fimm ára, matgráðugur (það hefur lítið
breyst) og meinstríðinn, uppstökkur
óróabelgur sem þoldi auðvitað ekki
stríðni sjálfur og auðvelt var að etja út í
áflog.
Fljótlega var hann kominn á níunda
ár, róaðist, styrktist og stæltist og varð
seinþreyttari til vandræða en fyrr. Nú er
hann líkast til tólf ára, lífsreyndur vel
eftir ótal ævintýri en lendir þó enn í
klípu hvað eftir annað.
Bjössi bolla er eins og aðrar sannar
söguhetjur í teiknimyndaflokkum: Hann
bætir ekki við sig árum - heldur vin-
sældum og virðingu. Hann hefur glatt
lesendur Æskunnar allt frá 1945 og birt-
ist líka færeyskum börnum á síðum
Barnablaðsins þar.
Jens R. Nilssen teiknaði Bjössa 1938
til 1960, Solveig Muren Sanden sá um
verkið 1960 til 1983 þegar Hákon Aasnes
tók við. Hákon hefur samið söguna
Skakkaföll á skíðum en margir hafa sagt
frá Bjössa um árin, mest og lengst þó J°'
hannes Farestveit.
Bjössi nefnist Smorbukk á norsku-
Það merkir „feitlaginn drengur; bolla •
Færeyingar kalla hann Baldrian.
Sagt hefur verið um Bjössa bollu aö
hann sé sjálfumglaður vel og sjálfsörugg'
ur, stundum sjálfhælinn en líka sjálfhæð-
inn, sjálfkjörin sagnahetja á síður margr3
blaða. . .
Við erum stoltir af að hafa haft þennan
stórskemmtilega strák svo lengi í Æsk-
unni. í fyrstu tölublöðum á þessu ári var
hann ekki meðal efnis (filmur vantaði)
og við fengum ótal kvartanir frá aðda-
endum hans. . .
Bjössi 1966: Alltaf á ferð og flugi
- við misgóðar undirtektir. . .
æskan