Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1988, Page 27

Æskan - 01.10.1988, Page 27
Kannski einhverjum þætti gaman að geta snúið augunum í allar áttir eða breytt um lit eftir skapi og veðurfari. Að ekki sé minnst á að reka tunguna 20 - 30 sentímetra út úr sér! En allt þetta getur kameljónið. Til eru margar tegundir kameljóna en hér verður rætt um það evrópska sem á heima í löndum við Miðjarðar- haf. f>að telst til skriðdýra eins og eðlur, slöngur og skjaldbökur sem öll þurfa að hafa vel heitt á sér og geta því ekki þrifíst á íslandi. Evrópska kameljónið verður allt að 20 sentímetra langt. Hvort auga er aðeins lítið op en allt í kringum það eru samfastar, hreistraðar plötur. Þrátt fyrir þetta hefur kameljónið ágæta sjón og auk þess getur hvort auga hreyfst óháð hinu, þannig að hægra augað horfir til dæmis beint fram en það vinstra til hliðar. Fæt- urnir eru líka merkilegir því að tærn- ar grípa hver á móti annarri svo að dýrið á auðvelt með að halda sér á trjágreinum. Tungan er þó sennilega með því skringilegasta við kameljónið. Hún er álíka löng og skrokkurinn, öll slímug og breiðust fremst. Þegar kameljónið kemur auga á flugu, sem því finnst mesta sælgæti, áætlar það fjarlægðina að henni og rekur síðan tunguna eldsnöggt út úr sér. Ef það hittir, og það gerir það oftast nær, festist flugan við slímugan tungu- broddinn og kameljónið er þá ekki seint á sér að draga hana til sín. Þeg- ar tungan er ekki í notkun liggur hún samanhringuð við neðra góm. Kameljón hafa örsmá litkorn í húðfrumunum sem sjá til þess að þau geta skipt um lit eftir því sem við á. Þau dökkna til dæmis ef þau eru í æstu skapi. Fimm atriði Myndirnar eru ólíkar íJimm atriðum. Sérðu hver þau eru? Svar á bls. 54 æskan 27

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.